Rafbækur

Rafbækur hjálpa til við að æfa orðaforða og lengja setningar. Bækurnar gefa möguleika á spjalli um myndirnar þar sem orðunum sem koma fyrir er raðað í setningar sem smám saman verða flóknari. Það er tilvalið að nýta bækurnar til að bæta markvisst við lýsingarorðum, sagnorðum, staðsetningar- og afstöðuhugtökum o.s.frv. um leið og orðaforðinn er æfður. Bækurnar henta einnig vel fyrir foreldra til að skoða með börnunum heima. Þar geta þær verið góður grunnur bæði til að æfa móðurmál barnanna sem og íslenskuna.

Í fyrstu verða bækurnar eingöngu myndrænar en fyrirhugað er að lesa inn á þær á íslensku og jafnvel á fleiri málum.

Bókahillan

Leikskólinn

Í rafbókinni koma fyrir orð sem tengjast leikskólalífinu. Í henni er hægt læra orð sem tengjast umhverfi leikskólans og dagskipulaginu. Bókin hentar vel til að lengja setningar og ýta undir umræður.

Smelltu á myndirnar til að skoða bækurnar.

Heimilið

Í rafbókinni koma fyrir orð sem tengjast heimilinu. Í henni er hægt að læra orð sem tengjast daglegu lífi heima fyrir og hlutum sem eru í heimaumhverfinu. Oft gleymist að kenna börnum sem læra íslensku sem annað mál þessi orð þar sem þau koma sjaldan fyrir í skólanum.

Smelltu á myndirnar til að skoða bækurnar.

Tilfinningar

Í rafbókinni koma fyrir orð sem tengjast tilfinningum. Bókin getur nýst vel til að læra orðin og sem bendibók fyrir börn sem eru lítið farin að tjá sig á íslensku.

Smelltu á myndirnar til að skoða bækurnar.

Farartæki

Í rafbókinni koma fyrir orð sem tengjast alls kyns farartækjum.

Smelltu á myndirnar til að skoða bækurnar.

Bók með texta og hljóði - Væntanleg

Íslensk dýr

Í bókinni eru dýr sem eiga heima á Íslandi (allt árið eða hluta af því) í aðalhlutverki, hér má finna spendýr, fugla, fiska og skriðdýr.

Smelltu á myndirnar til að skoða bækurnar.

Bók með texta og hljóði - Væntanleg

Gæludýr

Í þessari stuttu rafbók má finna þau gæludýr sem eru algengust á Íslandi.

Smelltu á myndirnar til að skoða bækurnar.

Bók með texta og hljóði - Væntanleg

Dýr

Í rafbókinni eru myndir af villtum dýrum sem lifa í öðrum löndum. Þessi dýr koma oft fyrir í barnaefni s.s. bókum og sjónvarpsefni og er því mikilvægt að þekkja heiti þeirra.

Smelltu á myndirnar til að skoða bækurnar.

Bók með texta og hljóði - Væntanleg

Staðsetningar- og afstöðuhugtök

Í rafbókinni eru skemmtilegar myndir sem hægt er að nota til að kenna börnum staðsetningar- og afstöðuhugtök

Smelltu á myndirnar til að skoða bækurnar.

Bók með texta og hljóði - Væntanleg

Litir og form

Í rafbókinni eru myndir af litum og mynstrum.

Smelltu á myndirnar til að skoða bækurnar.

Bók með íslenskum orðum - Væntanleg

Litir og form

Í rafbókinni eru myndir af litum og mynstrum.

Smelltu á myndirnar til að skoða bækurnar.

Bók með íslenskum orðum - Væntanleg

Rafbækur í Book Creator - Hugmyndir

Bók barnsins - aðlögun

Book Creator og myndirnar úr Orðaleik henta vel til að búa til samskipta/upplýsingabækur sem nota má fyrstu dagana í leikskólanum.

Í bókinni hér til vinstri má sjá hugmynd að uppsetningu, en í henni koma fram helstu upplýsingar um barnið, ljósmyndir af fjölskyldu og kennurum, dagskipulag leikskólans og nokkur orð/frasar sem gott er að kunna.

Bókina er sniðugt að gera í samstarfi við fjölskyldu barnsins og senda hana heim þannig að hægt sé að nota hana til að undirbúa barnið heima.

Hér fyrir neðan má sjá tvær bækur sem unnar voru af leikskólakennaranemum í Háskólanum á Akureyri, í bókunum er Book Creator forritið notað ásamt myndum úr Orðaleik til að efla orðaforða og félagshæfni leikskólabarna.

Orðaforði - félagshæfni

Dagurinn hennar Klöru

Rafbók eftir Elínu Friðbjarnardóttur, leikskólakennaranema í Háskólanum á Akureyri.

Bókin var unnin í Book Creator rafbókagerðarforritinu í námskeiðinu Nám og kennsla með upplýsingatækni.

Bækurnar Dagurinn hennar Klöru og Dagurinn hennar Olgu eru skemmtilegar bækur fyrir leikskólabörn sem fjalla um mikilvægi þess að hugsa vel um heilsuna.

Endilega nýtið þessar frábæru bækur með börnunum.

Orðaforði - félagshæfni

Dagurinn hennar Olgu

Rafbók eftir Gunni Vignisdóttur, leikskólakennaranema í Háskólanum á Akureyri.

Bókin var unnin í Book Creator rafbókagerðarforritinu í námskeiðinu Nám og kennsla með upplýsingatækni.

Bækurnar Dagurinn hennar Klöru og Dagurinn hennar Olgu eru skemmtilegar bækur fyrir leikskólabörn sem fjalla um mikilvægi þess að hugsa vel um heilsuna.

Endilega nýtið þessar frábæru bækur með börnunum.

Rafbókagerð með Book Creator

Bækurnar hér fyrir ofan eru allar gerðar í Book Creator forritinu. Book Creator er forrit sem bæði er hægt að nota sem smáforrit og í gegnum vefinn. Auðvelt er að deila bókum með öðrum og hentar forritið því vel til að búa til hvers kyns félagshæfnisögur, orða- eða fræðslubækur fyrir börn af erlendum uppruna.

Ef notuð er spjaldtölva við bókagerðina er hægt að taka ljósmyndir og setja beint inn í bækurnar, það er einnig einfalt að gefa foreldrum aðgang þannig að hægt sé að vinna saman að bókum sem styðja við nám barnsins.

Börnin geta einnig tekið þátt í að búa til bækurnar og þær geta innihaldið myndir, myndbönd, hljóðupptökur, teikningar, kort og texta.

Það er upplagt að nota myndirnar úr Orðaleik í bland við myndir sem börnin taka af raunverulegum hlutum og persónum í umhverfinu auk myndbanda. Börnin geta skoðað bækurnar heima og foreldrar geta tekið þátt t.d. með því að lesa inn orð á móðurmáli barnanna.

Bækurnar eru einnig aðgengilegar í möppu á Google Drive á epub formi þar er hægt að hlaða þeim niður í gegnum Book Creator vefinn, opna þær, breyta þeim, bæta við þær, taka út efni og lesa inn á þær.