Myndasöfn

Myndasafn - orðaþemu

Myndirnar í Orðaleik eru teiknaðar af Ingu Maríu Brynjarsdóttur myndlistarmanni. Hugmyndin er að myndirnar gefi innsýn inn í reynsluheim barna sem alast upp á Íslandi í dag. Í myndasafninu má finna orð sem tengjast daglegu lífi leikskólabarna heima og í leikskólanum. Lögð er áhersla á þau orð sem leikskólabörn þurfa að kunna til að geta haft samskipti við aðra og gert sig skiljanleg. Myndasafnið skiptist í þemu, t.d. leikskólinn, umhverfið úti, umhverfið inni, líkaminn og dýrin.

Myndasöfnin eru í vinnslu og enn eru að bætast við myndir og myndasöfn. Áætlað er að öll myndasöfnin verði tilbúin í september 2020.

Myndirnar er hægt að sækja bæði með hvítum bakgrunni (jpg myndir) og glærum bakgrunni (png myndir). Hvítur bakgrunnur hentar vel þegar myndir er prentaðar út á hvítan pappír en hentugt er að nota glæran bakgrunn þegar myndir eru prentaðar á litaðan pappír. Myndir með glærum bakgrunni má nálgast með því að smella hér.

Fyrir neðan hvert myndaþema er listi yfir þau orð sem eru í safninu, listann er t.d. hægt að nota til að fylgjast með orðanámi barnanna.

Hverju þema fylgja kennsluleiðbeiningar með hugmyndum um hvernig hægt er að nýta myndirnar á fjölbreyttan hátt til að styðja við mál tvítyngdra barna og fjölskyldna þeirra. Um sömu kennsluleiðbeiningar er að ræða og eru í Kennsluleiðbeiningaheftinu en hér eru teknar út hugmyndir fyrir hvert þema fyrir sig. Kennsluleiðbeiningarnar eru enn í þróun og verða uppfærðar þegar vinnu við þær er lokið.

Myndrænt skipulag

Orðaþemu

Árstíðir

Orðalisti

Orðalisti - dýr á Íslandi

Orðalisti - gæludýr

Orðalisti - erlend dýr

Stórar myndir

Flottar í samræður

Myndaraðir I