Verkefnasafn

Námsgögn frá Ieikskólum sem eru að nota námsefnið

Iðavöllur á Akureyri

Ólöf Jónasdóttir kennari á Iðavelli heldur utan um stuðning við tví- og fjöltyngd börn í skólanum. Ólöf hefur notað Orðaleik mikið og m.a. búið til dagskipulag, fatamiða og lottó sem hægt er að nálgast og nýta á fjölbreyttan hátt með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan. Auðvelt er að hlaða skjölunum niður og prenta þau út.

Myndrænt skipulag

Hér er hægt að nálgast tilbúið dagskipulag fyrir leikskóla með myndum og orðum.

Hægt er að velja um texta með há- eða lágstöfum.

Sex myndir saman á blaðsíðu.

Til útprentunar

Dagskipulag

Spil

Í valmyndinni hér til hægri má finna bingóspjöld sem Ólöf hefur búið til. Hægt er að prenta spjöldin út og eru þau til bæði með há- og lágstöfum.

Sex myndir saman á blaðsíðu.


Bingóspjöldin eru úr eftirfarandi þemum:


  • Athafnir

  • Föt

  • Staðsetningar- og afstöðuhugtök

  • Leiksvæði

  • Veður

Til útprentunar

Orðaþemu í málörvun

Á Iðavelli er unnið markvisst með orðaþemun og fá börn af erlendum uppruna auka málörvunartíma. Lagt er upp með að allir taki þátt í málörvun barnanna og séu meðvitaðir um hvaða orðaþema er lögð áhersla á hverju sinni.

Gott skipulag styður við málörvunarstarfið, í valmyndinni til hægri er hægt að skoða dæmi um hvernig kennarar á Iðavelli skipuleggja starfið. Áður en nýtt þema hefst fá allar deildir blað með hugmyndum um bækur, sönglög, leiki, smiðjuverkefni, snjallforrit og verkefnavinnu sem ýtir undir og styður við orðanámið.

Allar bækur og annað námsefni sem tengist þemanu er sett í körfu á ákveðinn stað í leikskólanum þar sem efnið er aðgengilegt öllum.

Til útprentunar

Stærðfræði - NÝTT

Í valmyndinni hér til hægri má finna verkefnaspjöld sem Ólöf á Iðavelli hefur búið til til að æfa talningu. Það er tilvalið að plasta spjöldin og nota töflutúss til að merkja við hversu margir eru á hverri mynd.

Fjórar myndir saman á blaðsíðu.

Til útprentunar

Rím - NÝTT

Í valmyndinni hér til hægri má finna rímspjöld sem Ólöf á Iðavelli hefur búið til. Rimspjöldin er hægt að nota á fjölbreyttan hátt í málörvun.

Fjórar myndir saman á blaðsíðu.

Til útprentunar

Árbær á Selfossi

Í leikskólanum Árbæ á Selfossi hafa þær Harpa Kristín sérkennslustjóri og Helga Þórey deildarstjóri á Stekkjarlæk verið að prófa sig áfram með skráningar á samskiptum við börn. Markmiðið með skráningunum er að bæta samskipti og sjá til þess að öll börn í leikskólanum tengist starfsfólki og fái tækifæri til að að eiga í samskiptum á hverjum degi. Þetta skiptir sérstaklega miklu máli fyrir börn af erlendum uppruna sem mörg hver tala litla eða enga íslensku þegar þau hefja leikskólanámið.

Skráningar

Við skráningarnar nota Harpa Kristín og Helga Þórey samskiptahring. Kennarar meta samskipti sín við börnin á deildinni og raða þeim í hringina eftir því hversu mikil samskipti þeir eiga við börnin , í ynsta hring eru börn sem kennarinn hefur mest samskipti við, í miðhring eru börn sem hann hefur töluverð samskipti við og í ysta hring börn sem hann hefur minnst samskipti við.

Þegar allir kennarar á deildinni hafa skráð eru hringirnir bornir saman og niðurstöður skráðar. Einnig velta kennarar fyrir sér samskiptum barnanna við önnur börn og skrá hvort þeir telja að barnið sé vinsælt, meðal, týnt/gleymt, hunsað eða hafnað í barnahópnum.

Útfrá niðurstöðunum er gerð áætlun um hvernig auka megi samskipti og nánd kennara við þau börn sem lenda í ysta hringnum. Að sama skapi eru samskipti barnanna innan barnahópsins greind og börnunum veitt aðstoð við að eignast félaga og verða hluti af barnahópnum.

Efstihjalli í Kópavogi

Sigrún Aðalheiður kennari í leikskólanum Efstahjalla í Kópavogi hefur verið að vinna mikið með Orðaleiksefnið. Hún deildi með okkur semmtilegu námsefni sem hún bjó til út frá myndaþemunum. Efnið er í Word skjölum sem hægt er að hlaða niður og breyta ef þörf er á.

Efnið er allt aðgengilegt hér fyrir neðan og öllum frjálst að nýta sér það.

Myndaþemu frá Efstahjalla

Hér til hægri má finna öll myndasöfnin sett upp í Word, fjórar myndir á síðu tilbúnar til útprentunar.

Með myndunum fylgir Excel skjal með lista yfir allar myndirnar og forsíður á myndastokkana.

Til að halda skipulaginu góðu á myndasöfnunum númeraði Sigrún allar myndirnar í hverju þema og merkti þau með límdoppum, sjá mynd hér fyrir ofan.

Orðabók barnsins

Sigrún sendi okkur einnig Orðabók sem hún bjó til með myndum og orðum á íslensku og plássi fyrir orð á móðurmáli barnsins. Hugmyndina af uppsetningu orðabókarinnar fékk hún í Ljáðu mér orð námsefninu eftir Elísabetu Valgerði Magnúsdóttur og Hildi Baldursdóttur. Skjalið kemur á Word formi og því auðvelt að breyta því og aðlaga það að þörfum ykkar barna.

Til útprentunar

Spil

Hér til hægri má hlaða niður nokkrum skemmtilegum spilum sem Sigrún hefur búið til, í möppunum má einnig finna sniðmát sem kennarar geta nýtt til að búa til sín eigin spil.

Við mælum sérstaklega með því að allir prófi Sherlock sem er skemmtilegt í málörvun en hægt er að nálgast leiðbeiningar um hvernig á að spila það í valmyndinni til hægri.

Málörvun

Búðarleikur

Í leikinn eru notaðir smápeningar. Börnin byrja á því að telja ákveðinn fjölda peninga (alls 20-30, telja þá upphátt) og skiptast síðan á að kaupa sér þá hluti sem þau vilja. Yfirleitt fá þau að kaupa einn hlut í einu en stundum tvo. Punktarnir/talan táknar verð hlutanna.

Þegar peningunum fækkar fara börnin að hugsa út í hverju þau hafa efni á og reyna jafnvel að spara peningana og kaupa ódýra hluti.

Þegar þau eru búin með alla peningana er hægt að vinna á ýmsan hátt með spjöldin sem þau keyptu, t.d. klappa atkvæði, þjálfa nefnihraða, tala hátt/lágt, búa til gátur, minnisleik o.fl.

Til útprentunar

Krakkalýsing

Fyrstu 3 blaðsíðurnar eru skornar niður í strimla, alls 9 stk. og á hverjum strimli eru myndir af 5 börnum. Aftasta síðan er klippt niður og þá er eitt barn á hverri mynd.

Annar aðilinn fær 1 strimil og á að lýsa fyrir hinum hvaða börn eru á strimlinum (byrja þeim megin sem rauða örin er). "Fyrst kemur strákur sem er í svörtum skóm með rauðum reimum , næst kemur stelpa í doppóttum sokkum, o.s.frv."

Hinn aðilinn raðar myndunum þá í rétta röð og strimillinn síðan borinn saman við í lokin.

Til útprentunar

Litirnir - NÝTT

Myndabók með litum og litaspjöld sem hægt er að nota á fjölbreyttan hátt í málörvunartímum.

Bókina er hægt að skoða og spjalla í kringum.

Dæmi um verkefni sem hægt er að nota spjöldin í er t.d. að draga miða og segja hvað maður fékk og hvernig það er á litinn, draga miða og safna fjórum eins myndum sem eru eins á litinn til að fá slag, það er hægt að setja segul á myndirnar og veiða þær og spjalla í kringum þær. Það er hægt að fela myndirnir á víð og dreif í stofunni og leita svo að myndum í ákveðnum lit o.s.frv.

Til útprentunar

Stærðfræði - NÝTT

Talning og litir

Spjöld til að æfa talningu og liti.

Til útprentunar

Myndir við lög af vefnum Börn og tónlist - NÝTT

Börn og tónlist er frábær vefur með fullt af skemmtilegum hugmyndum.

Hægt er að nota myndirnar úr Orðaleik með sönglögunum skemmtilegu á fjölbreyttan hátt.

Hér er Sigrún Aðalheiður kennari á Efstahjalla í Kópavogi búin að búa til myndrænan stuðning við tvö lög:

Ég fór í dýragarð í gær

Sjáðu hestinn minn....

Myndirnar eru aðgengilegar hér til hægri.

Háteigsskóli

Ragnheiður Valgerður Sigtryggsdóttir kennari í Háteigsskóla í Reykjavík deildi með okkur skemmtilegu námsefnið sem hún hefur verið að búa til. Námsefnið hentar vel fyrir nemendur sem eru farnir að lesa.

Spjöldin eru aðgengileg hér fyrir neðan og öllum frjálst að nýta sér þau.

Lottó með myndum og orðum

Hér til hægri má finna öll myndasöfnin sett upp í Word, fjórar myndir


Hugmyndir

Tilfinningar

Helga Þórey og Harpa Kristín í leikskólanum Árbæ á Selfossi sendu okkur þessa skemmtilegu hugmynd tengda tilfinningaþemanu.

Börnin fá plöstuð spjöld með tilfinningum og eiga að teikna mynd af þeirri tilfinningu sem er á spjaldinu og velta jafnframt fyrir sér afhverju tilfinningin er til staðar. Hvað gæti hafa komið fyrir?


Dæmi um nokkur svör frá börnunum:

Stelpan er hress því hún svaf svo vel um nóttina.

Stelpan er spennt því það er kjúklingur í matinn.

Strákurinn er glaður því hann kubbaði svo fallegt.