Að nýta spjaldtölvur í kennslu sparar okkur pappír, á Íslandi er rafmagn fengið með mjög umhverfisvænum leiðum og það mengar því ekki að hlaða tækin. Einnig duga tækin í langan tíma ef vel er farið með þau og þau geta komið í stað framleiðslu á lestrarbókum, teikniblokkum, einnota verkefna og svo má lengi telja.