Við stefnum að því að nemendur öðlist færni til að beita einföldum stafsetningarreglum, þekkja og finna helstu einingar málsins, svo sem bókstafi og orð og geta leikið sér með orð og merkingu með því að fara í orðaleiki.
Með námsefninu ætti nemandi að öðlast færni í að lesa úr táknmyndum og myndrænu efni, svo sem einföldum skýringarmyndum ásamt því að geta nýtt rafrænt námsefni á einföldu formi til stuðnings við vinnutækni og vinnulag.
Með námsefninu ætti nemandi að öðlast færni til að geta nýtt rafrænt og gagnvirkt námsefni, og geta gert sér grein fyrir ólíkum aðferðum við notkun á tæknibúnaði ásamt því að þjálfa tæknilæsi.
Lykilhæfni
Nemandi þjálfast við aðvinna eftir fyrirmælum og bera ábyrgð á eigin verkefnum, ásamt því að geta tekið jákvæðan þátt í leik og starfi í skólasamfélaginu.
Nemandi lærir að setja sér markmið í námi með aðstoð og gera sér grein fyrir styrkleikum sínum í náminu.
Nemandi öðlast færni við að nýta sér miðla nokkuð sjálfstætt við nýsköpun.