Matarsóun hér á landi er mikil. Á heimilum í Reykjarvík er hent samtals árlega um 5.800 tonnum af mat og drykkjum. Allar þessar matvöru er um 4,5 milljónir króna samtals. Rannsóknir sýna að hér á landi hendir hver íbúi að meðaltali á ári 23 kg af nýtanlegum mat, 39 kg af ónýtanlegum mat og svo hellir niður um 22 kg af fitu og matarolíu ásamt 199 kg af drykkjum. Matarsóunin hér á landi er svipuð og í öðrum löndum í Evrópu.
Matarsóun í Bandaríkjunum er töluvert meiri en á Íslandi. Talað er um að um 40% matvæla er hent í Bandaríkjunum árlega. Allar þessar matvörur samtals eru um 162 billjónir dollara. Þessi 40% eru um 58 biljónir máltíða samtals.
Í Suður Afríku eru margir sem þjást af hungri en þrátt fyrir það er einnig mikil matarsóun. Talað er um að í Suður Afríku er sóað um 10 milljónir tonn af mat á hverju ári.
Ef tekið er saman hversu mikinn mat allur heimurinn hendir samtals á einu ári er það um 1.3 milljarðar af mat. Reiknað hefur verið að um þriðjungur af matnum sem er framleiddur í heiminum endar í ruslinu. Hann annaðhvort eyðileggst eða er sóaður.