Hvernig er hægt að koma í veg fyrir matarsóun

Eins og flestir vita þá er matarsóun ekki einungis matur sem þú hendir vegna þess að þú náðir ekki að klára allt af diskinum þínum, heldur er matarsóun einnig matur sem skemmist og það þarf að henda honum. Hér verður fjallað um hvað þú sem einstaklingur getur gert til þess að minnka matarsóun í þínu daglega lífi.

Skipulag

Skipulag er mjög mikilvægt þegar kemur að matarsóun. Ef þú kannt að skipuleggja þig vel ættir þú að getað keypt passlega mikið af mat inn á heimilið þitt.

Gott er að gera matarplan fyrir t.d. kvöldmat út vikuna svo það er léttara fyrir þig að kaupa inn mat. Út frá matarplaninu getur þú farið í búð með góðann lista og þá kaupir þú ekki of mikið af óþarfa.

Einnig þarf að skipulegga skammtastærðir svo þú eldir ekki óvart of mikið. Það þarf ekki alltaf að elda aðeins meira en þaður þarf vegna þess að þegar þú gerir það munt þú í flestum tilfellum þurfa að henda afgöngum. Gott er að hafa það í huga að þegar þú hendir mat ert þú að henda pening.

Ísskápurinn

Mjög mikilvægt er að passa hvernig raðað er í Ísskápinn. Ef illa er raða er mikil hætta á því að matur sem er að renna út vegna dagsetninngar endi aftast og það leiðir að því að það þarf að henda honum. Þetta er mikilvægast þegar það kemur að mjólkurvörum og öllum vörum sem skemmast léttilega.

Mikilvægt er að vita hvar á að geyma ávexti og grænmeti og við hvaða hitastig. Dæmi má taka um það að karftöflur geymast best á dimmum stað og að ef þú geymir aðra ávexti með eplum, eru hinir ávextirnir fljótari að eyðinleggjast vegna þess að epli gefa frá sér gas sem hefur það að verkum að ávextir skemmast fyrr.

Passa þarf að Ísskápur er við rétt hitastig vegna þess að ef hann er of heitur eða of kaldur þá eru mun meiri líkur á því að maturinn skemmist fyrr.

Afgangar

Mjög mikilvægt er að borða afganga. Ef þú eldar óvart of mikið í kvöldmat er mjög sniðugt að borða afgangs kvöldmat í hádeginu daginn eftir.

Einnig ef aftur er byrjað að tala um skipulag er mjög sniðugt að elda smá meira en þarf á kvöldin og vera búin að ákveða að borða það í hadeginu daginn eftir því það sparar t.d. rafmagn vegna þess að annars þyrftir þú einnig að elda þér hádegismat.

Síðasti söludagur

Gott er að hafa í huga að síðasti söludagur þýðir ekki það sama og síðasti notkunardagur. Mikill munur er á þessu tvennu. Síðasti söludagur er í raun einungis dagurinn sem varan þarf að hætta í sölu en ekki í notkun.

Sama þó að síðasti notkunardagur er liðinn á vöru er best að nota nefið. Ef lyktin af matnum er ekki skrítin og maturinn lítur ekki illa út ætti í flestum tilfellum að vera allt í góðu að neita vörunnar. Oft er gott að spyrja líka aðra manneskju en bara sjálfan þig hvort það er nokkuð skrítin lykt af matnum.