Að borða í núvitund

Að borða í núvitund - 4-6 ára

  • Sjáið þið ávextina (eða annars konar mat t.d. grænmeti, morgunkorn...) sem eru hér fyrir framan okkur? Við erum með epli og perur (nefnið þá ávexti sem þið eruð með)

  • Við ætlum að smakka ávextina saman og einbeita okkur að því að borða í núvitund. Munið þið hvað er að vera í núvitund?

  • Það er að einbeita okkur að því að því sem við erum að gera t.d. að smakka ávextina - ef hugurinn fer að hugsa um eitthvað annað þá ætlum við að einbeita okkur að því að færa hann aftur að ávöxtunum

  • Nú ætla ég að ganga um og rétta ykkur ávaxtabita. Eru þið tilbúin? Við ætlum að geyma ávaxtabitann þangað til allir eru komnir með

  • Nú eru allir komnir með ávaxtabita. Við ætlum að byrja á því að skoða hann saman. Hvernig er hann á litinn? Er hann stór eða lítill? Er hann kaldur eða heitur? Hvernig líður ykkur að koma við hann? Er hann harður eða mjúkur?

  • Nú ætlum við að loka augunum og smakka. Eru þið tilbúin? Við ætlum að borða rólega og hugsa á meðan hvernig ávöxturinn bragðast

  • Á meðan börnin smakka er tilvalið fyrir kennarann að spyrja spurninga án þess að ætlast svara t.d. Hvernig líður ykkur að smakka ávöxtinn? Er hann súr? Er hann góður á bragðið? Kemur safi úr honum? Búum við þannig til ávaxtasafa?

  • Þegar allir eru búnir að smakka þá er hægt að ræða saman um hvernig þeim fannst smakkið


Whitehead, 2011, bls. 22