Innihaldsríkt fjölskyldulíf

Hugmyndir fyrir inniveru

Hugmyndir fyrir útiveru

Hugmyndir í nærumhverfinu

Hitt og þetta

Við viljum hvetja foreldra og börn til að missa ekki sjónar af gleðinni og finna sér eitthvað að skemmtilegt og hvetjandi að gera. Í leiknum býr kraftur sem við þurfum núna á að halda! Á þessum vef eru ýmsar einfaldar og aðeins flóknari hugmyndir sem geta stutt okkur á þessu furðulegu tímum.

Mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum stjórnvalda.

Hvað á ég að gera?

Það er í lagi að börn leiki saman og mikilvægt að hvetjum börn að vera í fjölbreyttum, skapandi og skemmtilegum leikjum úti og inni.

Á þessari síðir erum við meira að einblína á innihaldsríkar tómstundir sem vonandi fanga hug barnanna og okkar fullorðnu. Ýmislegt af því er einnig lærdómsríkt fyrir huga, hönd og hjarta.

Skipulag

Börn þrífast vel þegar regla og rútína er í lífi þeirra. Þegar skóli og leikskóli eru með óreglulegum hætti getur þess vegna verið gott að búa til skipulag fyrir dagana og auðvitað um að gera að leyfa krökkunum að taka þátt í því. Hér má sjá hugmynd að dagsskipulagi.

Skjárinn

Það er líklegt að á tímum kórónuveirunnar verji börnin okkar miklum tíma í að horfa á og leika við skjái. Það er allt í lagi, sé notkun stillt í hóf og nýtt í virkni.

Mælt er með því að setja tímamörk á skjánotkun!

Hafið í huga leiðarljós um heildarskjátíma.

Hér má sjá lista yfir smáforrit sem geta verið hvetjandi til ýmissar virkni.

Stuðningur við foreldra, skóla- og frístundafólk

Bakhjarlar Menntavísindasviðs eru reynslumikið fræðifólk og kennarar sem vilja láta gott af sér leiða með ráðgjöf og stuðningi í þeim óvenjulegu aðstæðum sem nú eru uppi í samfélaginu. Starfsfólk skóla- og frístundastofnana, sveitarfélög og stjórnvöld geta óskað eftir ráðgjöf og stuðningi bakhjarla við margháttuð verkefni, þróun lausna í skóla- og frístundastarfi, endurskipulag kennslu og margt fleira. Ráðgjöf og stuðningur og Hollráð og hugleiðingar.

Afþreying fyrir 10-12 ára í samkomubanni

Á þessari síðu er hægt að finna hugmyndir fyrir börn og fjölskyldur þeirra til að stytta sér stundir nú þegar félagsmiðsöðvar neyðast til að loka í samkomubanni. Við lokum félagsmiðstöðvunum í bili en opnum fyrir rafræna félagsmiðstöð.

Kærar þakkir til þeirra sem hafa sent okkur hugmyndir og þær hafa verið settar inn á vefinn þar sem við á.

Þessar hugmyndir eru teknar saman af foreldrum í Laugarneshverfi.
Ábendingar og hugmyndir má senda á Jakob F. Þorsteinsson
jakobf@hi.is