Að syngja saman er nærandi og eflandi. Harpa Þorvaldsdóttir tónmenntakennarar er með myndbönd með undirspili til að við getum öll sungið saman.
Búa til lista yfir nöfn allra í fjölskyldunni og raða í stafrófsröð
Búa til dagatal með afmælisdögum fjölskyldu og vina
Húsverk - t.d. að taka til í herberginu, búa um rúmið sitt, vaska upp. Tilvalið að setja á góða tónlist og gera húsverkin að leik.
Hugleiða
Lesa góða bók
Hlusta á ævintýri og sögur (til dæmis á RÚV eða Storytel)
Teikna, lita, föndra
Æfa sig í að halda bolta á lofti - æfa sig í að dripla bolta
Hringja í gegnum Skype í ömmu/afa, frænku eða frænda
Gera æfingar eins og armbeygjur, hnébeygjur, kviðæfingar, öndunaræfingar, sippa og hoppa
Gera tilraunir. Hægt að finna hugmyndir á YouTube og í bókum eins og Vísindabókin
Læra ný spil á spilastokk (frá spilabók, af netinu eða fá einhvern til að kenna þér)
Æfa sig til að bæta heimsmet - til dæmis í armbeygjum eða að standa á höndum
Læra að leggja kapal (með spilastokk)
Semja sögu
Læra nýtt tungumál
Læra dulmál
Búa til teiknimyndasögu
Búa til skutlu - gaman að gera risastóra skutlu og reyna að hitta t.d. ofan í kassa sem er í ákveðinni fjarlægð
Læra að binda fimm hnúta
Horfa á heimildamynd. Mikið úrval t.d. á Netflix
Búa til stuttmynd - fyrst þarf að gera handrit og velja í hlutverk leikara og leikstjóra. Síðan þarf að taka upp. Þeir sem hafa metnað vilja jafnvel setja inn tónlist og texta
Spila á venjuleg spil (spilastokk)
Spila borðspil
Búa til parís, t.d með teipi á stofugólfinu og leika sér
Fara í Kahoot - hægt að finna alls konar skemmtilega flokka
Lesa góða bók með öðrum
Fara í þrautakóng
Semja ljóð eða tónlist
Fjölbreyttir leikir með legókubbum
Keila með playmo köllum
Tjalda inni - búa til teppahús
Dansa
Syngja
Youtube: Zumba og yoga fyrir krakka, koma sér vel fyrir og gera saman
Mála: mála með óhefðbundnum penslum ( setja bómul á klemmur, álpappírskúlur, fjaðrir, eða hvað annað sem væri tilvalið). Gaman að fá að mála á kroppinn og veggina t.d. í baðinu og þá er fínta ð nota hreina jógúrt og smá matarlit 😊
Gera þrautabraut úr húsgögnum ( hægt að nota límband til að gera ákveðnar merkingar líka)
Byggja hús úr stólum/teppum/dýnum. Tilvalið að lesa svo í rýminu fyrir svefninn, jafnvel fá að gista.
Pappakassar: byggja virki, gera búninga, stafla, mála á þá, lita á þá…
Búa til tröllaleir, sjá uppskrift hér.
Eldhúsið: fara í gegn um skápana, leyfa börnunum að fá afgangana í eldhúsleik og skola umbúðir sem hægt er að nota í leikinn.
„baka“ eða annað subb í eldhúsi og fá þau til að aðstoða t.d. við uppvask, æði að vera á tásunum og setja þær aðeins í vaskinn í leiðinni.
Búa til minnisspil eftir þeirra getu, teikna þá 2 eins myndir, eða gera 2 orð, form eða hvað sem er.
Búa til brautir: Hægt að nota málningarlímband til að gera bílabraut eða leið fyrir önnur leikföng, hægt að nota límband til að setja á milli veggja t.d á gangi og gera köngulóarvef sem þau þurfa að komast í gegn um….
Blása sápukúlur í fat: setja vatn og sápu í eldfast mót, svo nota rör til að blása.. verður rosa skemmtileg froða.. auðvitað hægt að gera úti líka.
Almennt föndur: klippa, líma , lita, giska á teikninguna o.s.frv.
Almennir leikir: feluleikur, fela hlut, spila spil, hlutverkaleikur, furðuföt
Snjalltæki: nota til að taka myndir, gera myndbönd, setja saman myndir af deginum í „bók“ og nota „educational“ forrit eins og t.d. drawing, puppet pals, book creator, garag band o.s.frv.
Hugmyndir af leikjum frá Ásu Helgu Spaghettí-turn, Eggjafall, skrifa þakkarbréf, gera rapp, og leika með lygi og sannleik - sjá hér.
Hugmyndir frá Rannveigu og Jónu um Að hafa gaman, leika og læra
Leikur fyrir alla fjölskylduna - Eldum, fræðumst og hlustum.
Skrifa á litla miða nöfn á ýmsum löndum t.d. Ítalía, Mexíkó, Noregur, Indland, Kína o.s.frv.- hér er listi til að rifja upp. Setja miða ofan í krukku og svo er dregin miði úr krukkunni. Það kvöld er hlustað á tónlist frá því landi og eldaður matur saman og kannski horft á kvikmynd frá því landi.
Sædís Sif Harðardóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur sendi okkur ýmsar hugmyndir sem settar hafa verið inn á vefinn og má líka nálgast hér.