Nærumhverfið

Fjölbreytt tækifæri til útivistar og útilífs

Laugarnes og Laugardalur

Laugarnesfjara og Skarfaklettur

Það er smá ævintýri að fara niður í Laugarnesfjöru og kjörið að gang þaðan að Skarfaklett. Þetta er fallegt svæði og við komumst í snertingu við náttúruna.

Ormurinn ógurlegi

Það er góður göngutúr að Orminum í Laugardalnum og á því svæði er hægt að leika sér í að klifra, renna sér og fleira. Á leiðinni er tilvalið að stoppa hjá Þvottalaugunum. Er ekki hægt að finna uppá skemmtilegum leik í skurðunum þar? Grasagarðurinn er undraveröld allt árið og tilvalið að ganga í gegnum hann.

Laugardalslaug

Breyting: Nú er búið að loka sundlaugum.

Það má fara í sund en þá aðallega til að leika í lauginni. Það er takmarkörkuðum fjölda gesti hleypt inn og einnig takmarkaður fjöldi sem vera má í hverjum heitapotti. Sjá nánar hér.

Fjölskyldu- og húsdýragarður

Breyting: Nú er búið að loka garðinum.

Ennþá er opið þar en takmarkaður fjöldi má fara í garðinn á hverjum tíma. Það er kannski tilvalið að fara í stutta heimsókn þangað á morgnana. Sjá nánar hér.

Útivist aðeins fjær

Hjólatúr

Því ekki að fara í smá hjólatúr? Sumir eru með nagladekk og þá eru þeim flestir vegir færir. En núna er göngu og hjólastígarnir smám saman að verða auðir og því tilvalið að hjóla á vit ævintýranna. Það má t.d. hjóla upp í Elliðárdal eða bara út í ísbúð.



Leiksvæðið við Gufunesbæ

Það er kannski aðeins lengra að fara en það er ævintýralegt leiksvæði með kastala, trjálundum, frisbígólf vellli og ýmsu fleiru. Sjá nánar hér.

Heiðmörk

Eitt fallegasta og stærsta útivistarsvæði Höfuðborgarsvæðisins er Heiðmörk. Þar er t.d. hægt að fara í göngutúr, á gönguskíði og margt fleira. Draumaveröld.



Skíðasvæðin í borginni

Breyting: Nú eru öll skíðasvæði lokuð.

Innan borgarmarka Reykjavíkur eru þrjár skíðalyftur sem ætlaðar eru börnum og byrjendum. Þær eru í Ártúnsbrekku við Rafstöðvaveg, í Breiðholti við Jafnarsel og í Grafarvogi við Dalhús. Ekkert kostar í lyfturnar. Sjá nánar hér.

Skíðasvæðin

Breyting: Nú eru öll skíðasvæði lokuð.

Hér má fá frekari upplýsingar um opnanir skíðasvæðanna.