Í þessum kafla leggjum við áherslu á að skýra mikilvægi hreyfingar, aflífa misskilning og að hvetja einstaklinga til aukinnar hreyfingar. Kaflinn inniheldur líka leiðbeiningar um rétta líkamsbeitingu og að auki eru æfingar til að auka stafræna færni og þekkingu.
Það er vitað að Covid hafði gríðarleg áhrif á geðheilbrigði einstaklinga og í þessum kafla er lögð áhersla á mikilvægi þess að leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu uppfæri þekkingu, kunnáttu og hæfni sína í fræðslu á geðheilbrigði. Hér eru æfingar í að nýta sér nútímatækni og samféagsmiðla sér til stuðnings í kennslu og þjálfun á geðheilbrigði.
Hollt og heilbrigt matarræði og matreiðsla hvað er það? í þessum kafla leitumst við við að bjóða upp á hagnýt ráð og skemmtilegar æfingar um grundvallaratriði í hollu matarræði sem allir geta tileinkað sér og nýtt sér í að búa til hollar og bragðgóðar máltíðir án áreynslu.