Nemendur velja tilfinningu og búa til grímu sem túlkar valda tilfinningu. Tilfinningunni er umbreytt í myndmál og henni lýst með útliti, lögun og áferð grímunnar. Aðferð og efnisval er frjálst og opið. Hvatt er til endurnýtingar efnis sem fellur til á heimilinu.
Nemendur sýna grímuna í lok námskeiðs og segja frá vinnuferlinu og túlkun sinni á valdri tilfinningu.
Grímur eru notaðar í margvíslegum tilgangi. Þær eru nýttar til að hylja, til að vernda, fela sig og þykjast vera annar. Þær eru notaðar í helgiathafnir, við frásagnir og í sviðslistum.
Að búa til grímur býður uppá tækifæri til að kanna þá persónu eða tilfinningu sem viðkomandi annað hvort afhjúpar eða felur fyrir umheiminum.