Hér að neðan má sjá uppsetningu kennslustundanna
10 min:
Nemendur boðnir velkomnir í kennsluna og farið yfir skipulag verkefnisins.
Kennarar kynna sig lítilsháttar.
Kynning á heimasíðu verkefnisins þar sem aðgengi er að upplýsingum og kveikjum
10 min:
Kveikjur - grímur
Ólíkar grímur skoðaðar út frá efnisvali og aðferðum, áferðum og túlkun.
10 min:
Samfélagið og tilfinningar
kvenréttindi, kynþáttur, kynhneigð, ofbeldi önnur samfélagsleg málefni.
10 mín:
Tækni og efnisval nemenda.
Í endurvinnslutunnum heimilisins, geymslunni, eldhúsi, baðherbergi og
öðrum stöðum heimilisins sem og í nærumhverfinu.
40 min:
Sjálfstæð vinna nemenda.
Nemendur vinna sjálfstætt við að skoða tilfinningu út frá því málefni sem þeir vilja tjá.
Skoða efnivið í nánasta umhverfi sem þeir hyggjast nota við grímugerðina.
Allir nemendur og kennarar hittast saman inn á Teams. Nemendur kynna sig og sitt val á tilfinningu.
Segja stuttlega frá hvers vegna hún hafi orðið fyrir valinu. Ef nemendur eru komnir með efnivið
sýna þeir og segja einnig stuttlega frá honum.
Hver nemandi fær 5 mínútur.
Einstaklingsviðtöl og sjálfstæð vinna nemenda.
Nemendur fá úthlutaðan tíma með einum kennara, 10 mínútur hver nemandi.
Staðan tekin á gangi mála hjá nemandanum og verkefninu. Rætt um áskoranir sem fylgja verkefninu, erfiðleika og úrlausnarefni.
Að öðru leiti er sjálfstæð vinna nemenda.
Kynning og yfirferð. Nemendur og kennarar hittast saman inn á Teams.
Hver nemandi segir frá sinni grímu og lýsir vinnuferlinu og túlkun sinni á valdri tilfinningu.