Þú hefur eflaust oft heyrt orðið Internet. Hvað er það? Internet er net þar sem margar, margar tölvur eru tengdar saman svo fólk geti haft samband sín á milli. Þú getur notað Internetið á fartölvum, spjaldtölvum, leikjatölvum og símum.
Það er meira segja hægt að nota Internetið á úrum, gleraugum, myndavélum og símum. Sumar tölvur eru tengdar með snúrum sem liggja um heiminn, niðri í jörðu eða á hafsbotni.
Sumar tölvur eru ekki tengdar með snúrum. Það er kallað þráðlaust samband. Internetið er stór hluti af lífi okkar því við getum notað það til að gera marga hluti eins og að vera heima og versla, spila leiki við vini okkar, senda bréf til vina okkar sem eru langt í burtu eða senda þeim skemmtilegar kattamyndir.