Langar þig til að læra um tölvur og búa til forrit?
Við skulum læra svolítið um tölvur og algrím og forritun og Internet.
Svo skulum við leika okkur með ScratchJr.
ScratchJr er skemmtilegt app sem þú getur hlaðið niður á spjaldtölvu.
Þú getur búið til sögur og leiki með ScratchJr.
Þessar fjórar síður Forrit, Algrím, Internet og tölvur er ætlaður börnum frá 5 - 7 ára og foreldrum þeirra og kennurum.
Þetta er sýnishorn í Google sites gert af Salvöru Gissurardóttur vorið 2019
Hér eru svo nokkrar síður ætlaðar aðeins eldri nemendum