Þú getur gert margt á tölvu. Þú getur spilað leiki, lært eða talað við vini. Allt þetta er gert með því að nota forrit. En úr hverju eru forrit?
Forrit eru gerð úr þeirra eigin máli sem er kallað kóði. Tölva getur ekki hugsað sjálf og þú getur ekki talað við tölvu eins og manneskju. Tölvan þarf forrit til að vita hvað á að gera. Hún þarf skipanir sem hún skilur. Skipun í forriti gæti verið: Farðu 100 skref fram og snúðu við.
Kóði er gerður úr orðum og tölustöfum og táknum. Stundum er kóðinn úr orðum sem þú þekkir. Stundum eru kóðinn búinn til með að setja saman blokkir og tákn.