Ef þú vilt að tölva skilji hvernig á að gera eitthvað þá notar þú algrím. Algrím er forskrift eða lýsing á hvað tölvan á að gera. Það getur verið einfalt eins og „Taktu upp burstann“ eða nákvæmara „Taktu upp tannburstann“ svo tölvan komi nú ekki með bara einhvern busta. Algrím getur líka verið mörg verk sem á að gera í réttri röð.
Hvernig myndir þú útskýra fyrir einhverjum hvernig á að bursta tennur svo hann geti gert það sjálfur. Þú þarft þá að útskýra þrep fyrir þrep það þú gerir og í réttri röð svo aðrir geti skilið hvernig á að fara að. Svona yrði leiðarvísir þinn:
1. Taka tannkrem.
2. Setja tannkrem á tannbursta.
3. Opna munn
4. Bursta tennur.
5. Skola munn með vatni.
6. Brosa.