Það eru miklar afleiðingar fatasóunnar. Fyrst og fremst er mikil mengun sem kemur frá verksmiðjum sem framleiða föt. Svo er rosalega mikil losun á CO2 sem kemur út í andrúmsloftið sem er ein af helstu ástæðum loftslagsbreytinga og ein af mörgum ógnum sem við jarðarbúar þurfum að berjast gegn. Það er líka hræðilegt að hugsa um hvað við erum að eyða mikið af auðlindum af jörðinni í að framleiða föt sem enda svo mjög fljótlega í ruslinu. Einnig gleymist það oft á tíðum að föt sem enda í ruslinu taka gríðarlegt pláss í ruslagámum. Fötin eru síðan oft brennd og þá verður enn og aftur mjög mikil losun á CO2.
Verstu efnin fyrir umhverfið eru bómull, gerviefni og efni úr dýrum. Bómull þarfnast gríðarlega mikils vatns við ræktunar og tekur of mikið vatn frá jörðinni. Pólýester er hættulegasta gerviefnið og fólk ætti að reyna að forðast það sem mest. Svo að sjálfsögðu er ekki gott að kaupa föt úr dýra efnum því það hvetur til morða á dýrum. En þau er drepinn bara til þess að fá feldinn þeirra fyrir framleiðslu fatnaðs.