Í dag er framleitt mjög mikið af flíkum. Þessi framleiðsla er ódýr vegna þess að umhverfiskostnaður ekki tekinn inn í verðið við framleiðsluna. Mikið af efnavöru og auðlindum þarf til þess að framleiða á vefnaði eins og ræktarland, notkun á vatni, skordýraeitri og ofl.
Mikil ofneysla er á fatnaði á Íslandi og öðrum Vesturlöndum og mikið er framleitt af endingarlitlum fatnaði. Hver og einn Íslendingur kaupir um það bil 17 kg af vefnaðarvöru árlega, sem er um þrisvar sinnum meira en meðal jarðarbúi. Á hverju ári eru framleiddar um 150 milljarðar flíka sem svarar til 20 flíkum á hverja manneskju í heiminum árlega.
En hvar endar þessi fatnaður? Maður þarf að hafa í huga að vefnaðarvara er auðlind sem býr ekki í urðun. Í dag er þó um 60% hent í ruslið og endar því miður annað hvort með því að vera brenndur eða urðaður. Aðeins 40% fer í endurnotkun og endurnýtingu. Næstum allur notaður textíll sem kemur sér saman á Íslandi er sendur í flokkunarstöðvar erlendis þaðan sem honum er svo dreift til endursöluaðila eða settur í endurnýtingu. Endurnýting felur í sér að aðrar vefnaðarvörur af verri gæðum eru unnar úr textílnum, til dæmis tuskum.
Tökum til dæmis bómullarflík:
Bómull kemur frá plöntum. Í plöntunni verður til bómull og líka korn. Bómull er unninn þannig að kornin og bómull eru aðskild, síðan eru gerðir þræðir sem eru síðan spunnir og úr verður efni sem hægt er að lita. Bómull var fyrst framleiddur í Indus Valley í Pakistan fyrir meira en 5000 árum. Einnig var bómull notaður í forn Egyptalandi til að gera föt. Það var ekki fyrr en á 17. öldinni að bómullar plöntur voru sendar til Suður-Bandaríkjanna.
Bómull er útfluttur í miklu magni frá nokkrum stöðum, þar á meðal Suður-Bandarikjanna. Bómullarbændur safna oft saman bómullinum, pakka honum saman og senda í verksmiðjur þar sem þar tilgerðar vélar rífa hvern þráð fyrir sig í eins einingu. Síðan eru margar slíkar einingar fléttar saman. Það eru mörg not fyrir bómull eftir að hann hefur verið þræddur, hann getur verið notaður sem reimar, venjulegur þráður, garn og stundum fyrir byssur. Ef bómullinn á að vera notaður í föt er hann litaður og meðhöndlaður til að geta framleitt litríkt, mjúkt og varanlegt efni.
Tækin sem vinna bómullinn í efni heita á ensku looms en á íslensku vefstengur. Vélarnar virka þannig að starfsmenn, annað hvort vélar eða manneskjur, setja línur af bómull á vélina. Bómullar línurnar ganga síðan saman í fast efni. Það fer eftir því hvernig vélin er stillt hvernig efnið verður, hvort það verði þunnt eða þykkt, stutt eða langt o.s.frv. Síðan þegar efnið er tilbúið er hægt að nota það á margvíslegan hátt. Margar bómullar verksmiðjur selja efnið, sumar nota það sjálfar í sinni eigin saumastofu og sumar gera bæði eða hvorugt.
Eftir að bómullinn er orðinn að efni er hægt að breyta þeim í föt. Það fer eftir framleiðandanum hvernig efnið sé unnið. Sumir vinna það í verksmiðjum til að vera unnið hratt, eða það er sent til klæðskera fyrir vandaða vinnu. Sama hvort það sé sent til verksmiðju eða klæðskera þá er notað munstur til að passa að allt sé eins og það á að vera. Allt er mælt nákvæmlega, yfir bringuna á að vera ákveðið langt, ermarnar eiga að vera ákveðið síðar, buxnaskálmarnar eiga að vera ákveðið langar o.s.frv. Síðan þegar búið er að vinna grunninn að fötum er bætt við hnöppum, rennilásum og öðrum skreytingum.
Þó svo að föt séu framleidd víða í heiminum eru flest fötin þín framleidd í verksmiðjum í Asíu. Í þessum verksmiðjum eru hundruð starfsmanna að sauma flíkur við hættulegar aðstæður, fyrir um 10.000 krónur á mánuði. Þeir vinna í allt að 16 klukkustundir á dag fyrir óeðlilega lítil laun þegar árlegar tekjur fataiðnaðarins eru tugir milljarða dollara. Eftir að fötin hafa verið framleidd eru þau sent í vöruhús þar sem þau eru síðar send á réttan stað, oftar en ekki með flutningaskipum en sum flutningaskip geta mengað meira en sum smáríki. Þú veist aldrei söguna á bak við fötin þín, þú kaupir föt, þú veist ekki hvar þau voru áður en þau keyptir þau, þú veist i hvaða verksmiðju þær voru gerðar eða við hvaða aðstæður, en þú ættir þó að geta séð hvaða landi þær voru gerðar í og oftar en ekki eru þær frá Asíu.
Hvar er hægt að leita til að finna upplýsingar vörumerkis um siðareglur og sjálfbærni.
Fleiri siðferðileg vörumerki hafa nákvæmar reglur, skýrslur um innkaupa, upplýsingar um siðareglur og upplýsingar um úttektir og vottanir þriðja aðila.
Minni siðferðileg vörumerki munu hafa: hugsanlega ekkert um siðareglur þeirra um innkaup, mjög litlar upplýsingar eða óljósar fullyrðingar um að föt þeirra séu „siðferðileg“ - án nokkurra verulegra gagna, stefna eða minnst á úttektir og vottanir þriðja aðila.
Það kann að virðast eins og áskorun, en ekki láta flækjustig málsins hindra þig í að gera litlar breytingar. Fimm skrefin hér að ofan geta hjálpað til við að skoða vörumerki sem þú kaupir nú þegar og uppgötva ný vörumerki sem hafa skuldbundið sig til að gera föt sín á sanngjarnan hátt.