Fatasóun er stórt vandmál í okkar daglegu lífi. Fyrir suma er erfitt að kaupa ekki flíkur einu sinni í mánuði eða jafnvel einu sinni í viku, vegna tísku og staðalímyndir. Í dag er endalaust verið að auglýsa nýjar flíkur og tískan er alltaf að breytast. Það er Fashion week nokkrum sinnum á ári og alltaf verið að koma nýjar fatalínur hjá stórum og vinsælum fatamerkjum. Það er einnig mikill þrýstingur á fólki um hvernig þau eiga að klæða sig, sem gerir það að verkum að fólk er að kaupa sér flíkur sem þau eiga ekki efni á eða finnast í rauninni ekki flott, bara til að passa inn í hópinn. Samfélagsmiðlar taka mikinn þátt í að auglýsa nýjar flíkur og nýja tísku. Áhrifavaldir og frægar manneksjur eru mikið í því að auglýsa flíkur og sýna frá því hvað sé í tísku og láta svo líta út fyrir að lífið sé betra með mikið af flottum flíkum.
Á bakvið þetta gerist fullt af hlutum sem flestir vita af en leyfa sér ekki að hugsa um. Fataframleiðsla er í raun og veru ótrúlega mengandi. Mörg ódýr merki gefa ekki fram hvernig fötin eru framleidd og í mörgum tilfellum eru þau framleidd í skaðlegu umhverfi og á mörkunum að vera þrælavinna. Fólk hendir flíkunum sínum og 35% endir sem úrgangur.