Ida og Bjarni eru samhent hjón, þó með ólíka styrkleika, sem hafa verið saman í 36 ár og tekist á við fjölmörg verkefni og áskoranir, bæði saman og í sitthvoru lagi. Síðastliðin 10 ár hafa þau búið í Ólafsfirði og kynnst staðinn og samfélagið. Saman ráku þau Kaffi Klöru frá vorinu 2016 til haustsins 2023, sem var mikil reynsla og lærdómur. Á Kaffi Klöru skipulögðu þau fjölbreyttar viðburðir þar á meðal tónleikar, sýningar, menningarkvöld, prjóna hittingar, íbúafundir og fleira og skapaði vettvang fyrir fólk til að hittast og njóta menningar saman. Ida hafði einnig orð á sér fyrir að segja ferðamönnum sögur af uppruna Ólafsfjarðar og hlutverki kvenna á svæðinu, og varð það fljótt mjög vinsælt.
Ida er menntaður framhaldsskólakennari og kennir í Menntaskólanum á Tröllaskaga, en undanfarin fjögur ár hefur hún einnig fengist við að mála. Bjarni hefur mikla reynslu af eigin rekstri en er nú á eftirlaunum og hefur í frítíma sínum verið að smíða fallega nytjahluti úr viði.
Sonur þeirra, Guðmundur Ingi, hefur einnig lagt sitt af mörkum, bæði með vinnu sinni á Kaffi Klöru og sem tjaldvörður í Fjallabyggð síðastliðin átta ár, störf sem hann hefur sinnt af miklum áhuga og alúð.
Öll þrjú vinna þau saman að því að gera upp húsið, og sjá í því fjölmarga möguleika. Markmið þeirra er að skapa opið og inngildandi rými fyrir alla, þar sem fólk getur hist, sýnt og notið listar, borðað saman og átt skemmtilega stund í anda samheldni og fjölbreytileika.