Brimbúð
Brimbúð
Búið er að opna litla búð í Brimsölum þar sem boðið er upp á handunnar vörur úr Ólafsfirði svo sem, listmunir, póstkort, seglar, litabækur, lopapeysur svo dæmi sé tekið. Markmið búðarinnar er að skapa vettvang fyrir fólk í nærsamfélaginu til að sýna og selja það sem unnið er af ástríðu og natni.
Lagt er áherslu á að draga fram menningu og handverk heimabyggðar og styðja við skapandi einstaklinga sem búa til fallega og vandaða hluti. Þessi verslun verður kærkomin viðbót við starfsemina í húsinu og veitir gestum tækifæri til að taka með sér minjagripi sem endurspegla handverk og listir svæðisins.