Brimsalur er sveigjanlegt viðburðarými á neðri hæð hússins við Námuvegi 8, nefnt eftir briminu sem dynur í fjörunni rétt fyrir utan. Salurinn snýr í suður og býður upp á fjölbreytta möguleika, hvort sem er fyrir matarveislur, fundi, tónleika, markaði, fermingar, starfsmannagleði, fræðslufundi eða sýningar. Í rýminu er eldhús og skemmtilegur eikaskápur sem geymir borðbúnaðinn sem Jón Þorsteinsson óperusöngvari heitinn átti. Flestir dúkarnir og ýmsir aðrir munir í salnum eru einnig arfleifð frá honum, sem gefur hlýlegt og persónulegt andrúmsloft. Brimsalur verður í boði til leigu fyrir einstaklinga og hópa. Við leggjum áherslu á hringrásarhugsun og umhverfisvænar vörur; öll húsgögn og borðbúnaður eru endurnýtt, sem gerir umhverfið einstakt, skapandi og umhverfisvænt.
Hittingar