Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun
Birtingarmynd í starfi Tálknafjarðarskóla
Tálknafjarðarskóli er UNESCO skóli
Við leggum áherslu á að vinna MARKVISST með HEIMSMARKMIÐ Sameinuðu þjóðanna, BARNASÁTTMÁLANN og nýtingu alþjóðlegra daga UNESCO í skólastarfi.
Skólavefur UNESCO
UNESCO hefur starfrækt samstarfsnet skóla á alþjóðavísu frá árinu 1953 undir nafninu UNESCO Associated schools project network . Þeir eru nú um 10.000 talsins og starfa í 181 landi.
Heimsmarkmiðin
Markmiðin eru sautján og voru formlega samþykkt á alheimsleiðtogafundi á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna 25.- 27.september 2015 í New York.
Barnasáttmálinn
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fjallar um réttindi barna og má flokka í þrennt:
Vernd
Umönnun
Þátttöku
Alþjóðlegir dagar
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tekur ákvörðun um að ákveðnir dagar, vikur, ár og jafnvel áratugir skuli helgaðir tilteknum málefnum á vettvangi samtakanna. Einstakar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa einnig sína alþjóðlegu daga og eru þeir helstu á þessum lista.