Áhersluatriði árið 2021
Áhersluatriði árið 2021
VERKEFNI
ALLIR
A record of our voices - HUMANS
HUMANS - Humanity United with MIT Art and Nanotechnology in Space
Vertu með í verkefninu okkar með því að senda okkur skilaboð á móðurmálinu þínu, um hvað geimurinn merkir fyrir þig og mannkynið, auk valfrjálsrar hljóðupptöku af rödd þinni. Við munum nota MIT nanótækni til að etsa þessi skilaboð á sex tommu plötu áður en við sendum skilaboðin af stað á Alþjóðlegu geimstöðina (ISS).
Við bjóðum þér að senda skilaboðin þín
ef þú heldur að í geimnum sé „pláss“ fyrir alla!
LEIKSKÓLADEILD
Hér til hliðar má sjá margar skemmtilegar útfærslur á föndri fyrir leikskólabörnin um geiminn.
Hugmyndir fengnar á Pinterest !!
YNGSTA STIG
Hannaðu eigið geimskip
Í þessu verkefni átt þú að hanna þitt eigið geimskip, þið megið vera tvö og tvö saman.
Fyrst prentið þið út blaðið og útfærið hvernig skipið á að líta út.
Síðan ákveðið þið hvernig þið ætlið að búa skipið til.
Búið skipið til og finnið því nafn ásamt því hvert það ferðast.
Allir kynna sitt geimskip fyrir skólastjóra
YNGSTA STIG
Ritun
Í þessu verkefni megið þið velja um annað hvort:
Verkefnið á helst að skrifa í tölvu og deila síðan
með admin@talknafjardarskoli.is þegar því er lokið
MIÐSTIG - UNGLINGASTIG
Ritun
Í þessu verkefni eigið þið að velja eina konu sem hefur farið út í geiminn. Þið eigið að segja okkur frá henni og afrekum hennar.
Skil í rafbók eða skyggnukynningu.
Lágmark jafnmargar blaðsíður eða skyggnur eins og númer bekkjarins er (forsíða og heimildaskrá undanskilin)
Texti og mynd á öllum síðum/opnum
Textinn á að koma frá ykkur, í ykkar eigin orðum, ekki copy/paste
Heimildaskrá í lokin
Í þessu verkefni eigið þið að skrifa um mismunandi vísindamenn.
Skil í inn á padlet.
BJARGIR
Hér megið þið bæta inn áhugaverðum tenglum sem þið finnið varðandi geiminn eða konur í geimnum.