Alþjóðavika geimsins
Alþjóðavika geimsins
Alþjóðavika geimsins fer fram fyrstu vikuna í október með þúsundum viðburða um heim allan. Markmið þessarar alþjóðaviku er að hvetja næstu kynslóð til dáða og að fagna framlagi geimvísinda og tækni til að bæta aðstæður íbúa jarðarinnar.
Þetta er stærsti árlegi geimviðburður í heiminum. Á hverju ári er valið ákveðið þema af stjórn World Space Week Association í nánu samráði við skrifstofu geimferðarmála Sameinuðu þjóðanna.
BJARGIR