Leiðbeinendur: Á vegum Samtaka um Uppbyggingu sjálfsaga.
Tímasetning: Miðvikudagur 9. ágúst kl. 09:00 – 12:00
Staðsetning: Salaskóli
Lýsing: Sjá lýsingu á námskeiðinu
Leiðbeinandi: Hlín Magnúsdóttir Njarðvík
Tímasetning: Miðvikudagur 9. ágúst kl. 13:00 – 16:00.
Staðsetning: Salaskóli
Námskeiðið miðar að því að efla starfshæfni kennara til að koma til móts við fjölbreyttan nemendahóp. Farið er í hugmyndir sem nýtast í skólastofunni og hvernig er hægt að tengja áhugasvið og forvitni nemenda við námið. Einnig verður rætt um hvað mótar jákvætt námsumhverfi, hvernig við getum kynnst nemendahópnum á skemmtilegan hátt og mikilvægi þess að nemendur okkar finni að þau hafa áhrif á sitt eigið nám. Kennari Námskeiðið byggir á hugmyndum kennara námskeiðsins https://fjolbreyttkennsla.is/ og er hálfs dags námskeið í ágúst og fundur í mánudagsfræðslu á haustdögum.
Leiðbeinandi: Sigrún Erla Ólafsdóttir, deildarstjóri Álfhólsskóla og Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, kennsluráðgjafi á grunnskóladeild
Tímasetning: Miðvikudagur 9. ágúst kl. 13:00 – 16:00
Staðsetning: Salaskóli
Markmið námskeiðsins er að kynna nýtt verklag þegar beita þarf líkamlegu inngripi eða hefta frelsi nemanda á einhvern hátt til að tryggja öryggi. Í Kópavogi hafa verið stofnuð fagteymi um réttindi og velferð barna sem er samráðsvettvangur grunnskóla í Kópavogi, Arnarskóla og Menntasviðs Kópavogsbæjar. Markmið fagteymisins er að koma til móts við þarfir nemenda á sama tíma og velferð þeirra er tryggð. Á námskeiðinu verður veitt fræðsla um faglega úrvinnslu mála þegar upp koma tilvik þar sem beita þarf líkamlegu inngripi eða hefta frelsi nemanda í skóla til að tryggja öryggi þeirra og starfsfólks. Lögð verður áhersla á fyrirbyggjandi aðferðir, skráningar, einstaklingsmiðaðar áætlanir og foreldrasamstarf með það að markmiði að koma í veg fyrir að sambærileg atvik endurtaki sig.
Námskeiðið verður í formi fyrirlestra, umræðna og verkefna.
Þátttakendur skrá atvik og vinna einstaklingsmiðaða áætlun fyrir ímyndaða nemendur á námskeiðinu.
Leiðbeinendur: Ína Ólöf Sigurðardóttir frá Sorgarmiðstöðinni
Tímasetning: Miðvikudagur 9. ágúst kl. 13:00 – 15:00
Staðsetning: Salaskóli
Á námskeiðinu verður veitt fræðsla um áfalla- og sorgarviðbrögð barna
og rætt um hvernig starfsfólk skóla getur stutt við börn og fjölskyldur í sorg. Sérstaklega verður hugað að nemendum sem orðið hafa fyrir foreldramissi og þörfum þeirra. Unnið verður að því að skólar komi sér upp verkferlum varðandi nemendur sem hafa lent í þungum áföllum.
Uppbygging námskeiðsins verður eftirfarandi hætti:
1.hluti – almennt um áföll barna og sorgarviðbrögð.
2.hluti – hvað getum við gert í skólum til að styðja við þessa nemendur og fjölskyldur þeirra.
3. hluti – að útbúa verkferla fyrir skóla til að bregðast við þörfum nemenda eftir áföll.
Umsjón: Indiana Nanna Jóhannsdóttir og Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, kennsluráðgjafi á grunnskóladeild
Tímasetning: Miðvikudagur 9. ágúst kl. 13:00 – 16:00
Staðsetning: Salaskóli
Námskeiðið er í tveimur hlutum: Það felur í sér leiðir til að styrkja persónulega hæfni um leið og tækifæri gefst til valdeflingar í starfi í gegnum hreyfingu, mataræði og gæðasvefn.
Horft er til Menntastefnu Kópavogsbæjar þar sem rætt er að öflugt menntastarf þarfnist umhverfis sem styður við nám og leik og auki líkur á að starfsfólk finni sig í vinnuvistvænu umhverfi þar sem heilsufarsþættir og öryggi eru í fyrirrúmi.
Sjónum er beint að því að auka persónuleg lífsgæði í gegnum hreyfingu, næringu og gæðasvefn. Námskeiðið verður í formi fyrirlestra og æfinga. Í báðum hlutum þurfa þátttakendur að koma og vera tilbúnir til að hreyfa sig í nánasta umhverfi; bæði úti og inni.
Þessi hluti námskeiðsins verður í formi fyrirlestra um:
Hreyfingu.
Næringu.
Gæðasvefn
Með skráningu á fyrri hluta námskeiðs skuldbindur þátttakandi sig til þátttöku á seinni hluta þess 10. ágúst.
Boðið verður upp á eftirfylgd fyrir þátttakendur einu sinni til tvisvar á haust- og vormisseri; veltur á þátttöku og áhuga.
Leiðbeinendur: Kristín Björk Gunnarsdóttir kennsluráðgjafi í upplýsingatækni og Bergþóra Þórhallsdóttir verkefnastjóri í upplýsingatækni á grunnskóladeild.
Tímasetning: Miðvikudagur 9. ágúst kl. 13:00 – 16:00
Staðsetning: Salaskóli
Fjölgun spjaldtölva á yngsta stigi kallar á markviss vinnubrögð með spjaldtölvunni sem námsgagni. Námskeiðinu er ætlað að leiða kennara áfram og sýna fjölmörg dæmi um hvernig spjaldtölvan nýtist fyrir skapandi tjáningu yngstu nemendanna. Kennarar munu þjálfast í ákveðnum vinnubrögðum.
Markmið námskeiðsins er að leiðbeina kennurum á yngsta sigi að nýta spjaldtölvuna:
- með skapandi hætti í námi yngstu nemendanna
- til að vinna með tjáningu á marga vegu
- til að auka ritfærni nemenda sinna
- til að samþætta ritun með margvíslegum hætti við
námsgreinarnar
Gert er ráð fyrir eftirfylgni tvisvar á skólaárinu.