Hin árlega haustráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun verður haldin föstudaginn 11. ágúst í Helgafellsskóla. Áhersla verður lögð á að kynna skólastarf og þróunarverkefni þar sem kennarar hafa ...
Dagskrá Árdegisdagskrá verður einnig send út í streymi.
Skráning á ágústráðstefnu Samtaka áhugafólks um skólaþróun stendur nú yfir. Takmarkaður þátttakendafjöldi. Fyrstur skráir, fyrstur fær.
Ráðstefnugjald er kr. 6.000.- fyrir félagsmenn í Samtökum áhugafólks um skólaþróun og kr. 9.500.- fyrir utanfélagsmenn. Gjaldið má greiða með því að leggja greiðslu inn á þennan reikning: 0323–26–002277, kt. 451205-0720 og senda tilkynningu um greiðslu á þetta netfang: skolastofan(hja)skolastofan.is
Árdegisdagskrá og síðdegisdagskrá í sal verða sendar út í streymi. Þeir félagar í Samtökum áhugafólks um skólaþróun sem vilja nýta sér það greiða kr. 4.000.- fyrir aðgang að streymi, en utanfélagsfólk, kr. 6.500.-
ÁRÍÐANDI ER AÐ TILKYNNA FORFÖLL MEÐ FORMLEGUM HÆTTI MEÐ TILKYNNINGU Á ÞETTA NETFANG: SKOLASTOFAN(HJA)SKOLASTOFAN.IS