Leiðbeinandi: Nanna Kristín Christiansen
Tímasetning: Fimmtudagur 10. ágúst kl. 09:00 -16:00
Staðsetning: Salaskóli
Áhersla er á að þátttakendur öðlist aukna þekkingu á aðferðum leiðsagnarnáms í því skyni að geta nýtt það á árangursríkan hátt með nemendum sínum. Farið verður yfir helstu þætti leiðsagnarnáms: námsmenningu, skipulag, samræður og samvinnu, markmið, viðmið og endurgjöf. Rætt er um rökin sem liggja að baki og bent á leiðir sem skilað hafa árangri. Loks verða lögð drög að áætlun sem kennarar geta fylgt á haustönninni. Tekið er mið af því að þróun leiðsagnarnáms getur verið mismunandi milli þátttakenda og því er lagt upp með að þeir geti farið mismunandi leiðir.
Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum, áhorfi á myndbönd, ígrundun, samræðum og verkefnum. Það hefst á námskeiðsdegi í ágúst og síðan eru tveir fræðslufundir á haustönn þar sem sem farið verður yfir reynslu þátttakenda og lögð drög að framhaldi í þróun þeirra.
Eftirfylgni er fyrirhuguð á "Mánudegi til menntunar" 9.október og 27.nóvember.
Leiðbeinandi: Silja Dís Guðjónsdóttir atferlisráðgjafi
Tímasetning: Fimmtudagur 10. ágúst kl. 09:00 -12:00
Staðsetning: Salaskóli
Veitt verður fræðsla um grunnlögmál hegðunar og hvenær og hvernig hægt er að nýta atferlismótandi aðferðir í skólastarfi til að auka áhuga nemenda og ýta undir æskilega hegðun. Farið verður yfir markvissar skráningar, umbunarkerfi og samninga og það sem er mikilvægt er að hafa í huga til að ná árangri og forðast algeng mistök. Stuðst verður við fyrirlestra, umræður og verkefni en þátttakendur vinna skráningarkerfi, umbunarkerfi og samninga fyrir ímyndaða nemendur á námskeiðinu. Í framhaldi af námskeiðinu vinna þátttakendur skráningarkerfi, umbunarkerfi og/eða samninga fyrir sína nemendur. Gert er ráð fyrir tveimur eftirfylgnivinnusmiðjum á skólaárinu þar sem þátttakendur fá ráðgjöf og stuðning.
Leiðbeinandi: Ingibjörg Ýr Pálmadóttir kennsluráðgjafi á grunnskóladeild
Tímasetning: Fimmtudagur 10. ágúst kl. 09:00 -12:00
Staðsetning: Salaskóli
Áhersla er á sundið sem almenningsíþrótt sem allir geti stundað óháð getu; að þátttakendur öðlist skilning á sundi og hvernig má vinna með útbreiðslu þess innan grunnskólans. Fjallað verður um tæknilegar reglur hverrar sundaðferðar; baksunds, bringusunds, flugsunds og skriðsunds með það að markmiði að þátttakendur skilji hvaða öryggisþættir liggja að baki og miðli þeim áfram til nemenda sinna. Rætt verður um leiðir í þróun og skipulagi sundkennslu og hvernig mögulegt sé að vinna í öruggu námsumhverfi þannig að það henti hverjum og einum nemenda.
Uppbygging námskeiðsins verður með eftirfarandi hætti:
1. hluti – Rætt um gildi sundsins sem almenningsíþróttar.
2. hluti – Námsumhverfið í sundlauginni.
3. hluti – Tæknilegar reglur sundíþróttarinnar og hvaða hugsun býr að baki hverri reglu varðandi öryggi iðkenda.
4. hluti – Samtal um sundið og sundreglurnar.
Leiðbeinandi: Erlendur Egilsson sálfræðingur.
Tímasetning: Fimmtudagur 10. ágúst kl. 09:00 – 12:00
Staðsetning: Salaskóli
Veitt verður fræðsla um kvíða svo kennarar þekki einkennin og geti brugðist við snemma með markvissum hætti. Viðfangsefnið snýr að hjálplegum aðferðum og leiðum til að takast á við kvíða og efla um leið sjálfstraust nemenda.
Áhersla verður lögð á fyrirbyggjandi aðferðir sem hafa jákvæð áhrif á hugsunarhátt og hegðun nemenda og samstarf við foreldra. Fræðslan verður í formi:
Fyrirlestra.
Umræðu.
Verkefna sem nýtt verða til að æfa aðferðir sem styðja við nemendur og foreldra.
Úrræða til að aðlaga skólastarf að þörfum nemenda með kvíðaeinkenni.
Leiðbeinendur: Jafningjafræðsla
Tímasetning: þriðjudaginn 8. ágúst á sama kl. 13:00 ATH. breyting á degi
Staðsetning: Í starfsstöð tæknistjóra UT.
Samstarfs- og undirbúningsvinnustofa deildarstjóra UT , kennsluráðgjafa UT og tæknistjóra fyrir skólaárið 2023 - 2024.
Tímasetning: Fimmtudagur 10. ágúst kl. 13:00 – 15:00 ATH. Frestur til mánudagsins 21. ágúst kl. 14:00 - 16:00.
Staðsetning: Salaskóli
Byrjendanámskeið fyrir alla nýja kennara sem eru að hefja störf í grunnskólum Kópavogs varðandi spjaldtölvunotkun nemenda og kennara í skólastarfi.
Meðal efnisþátta eru:
Hugmyndafræðin
Markmið og þróun
Leiðir að markmiðum
Google umhverfið
Apple Classroom o.fl.
Áherslur í samþættingu upplýsingatækni í skólastarfi
Stjórnun spjaldtölva í skólastofunni
Kennsla í stafrænni borgaravitund
Skráning á þetta námskeið fer fram í gegnum skólastjórnendur í hverjum skóla.
Umsjón: Ingibjörg Ýr Pálmadóttir kennsluráðgjafi grunnskóladeild og einnig fulltrúi frá Velferðarsviði
Tímasetning: Fimmtudagur 10. ágúst kl. 13:00 – 16:00
Staðsetning: Salaskóli
Veitt verður fræðsla um skólaforðun svo kennarar þekki einkennin og geti brugðist við snemma með markvissum hætti. Farið verður yfir viðmið Kópavogsbæjar um viðbrögð við skólasóknarvanda, algengar orsakir og hjálplegar leiðir til að takast við skólaforðun. Lögð verður áhersla á fyrirbyggjandi aðferðir, snemmtæka íhlutun, markviss nemendasamtöl og foreldrasamstarf. Sérstaklega verður horft á nemendur á yngsta stigi og miðstigi en vandinn byrjar oft þar og verður svo meiri á unglingastigi ef ekkert er að gert.
Fræðsla verður í fyrirlestraformi og í vinnustofum verður unnið með hjálplegar leiðir s.s. samninga við nemendur, umbunarkerfi og kvíðastiga þar sem tekist er á við skólaforðun í hæfilegum skrefum.