Leiðbeinandi: Sigríður Ingadóttir sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.
Tímasetning: Mánudagur 14. ágúst 09:00 – 16:00 fyrri hluti
Staðsetning: Salaskóli
Námskeiðið hefur svarað eftirspurn kennara, náms- og starfsráðgjafa og félagsráðgjafa um hagnýtt og árangursríkt verkefni sem hægt er að vinna með stúlkur í 5.-10. bekk til að þess að stuðla að jákvæðum samskiptum í stúlknahópum. Námskeiðið er bæði hugsað sem fyrirbyggjandi og einnig til þess að vinna úr samskiptavanda sem þegar er til staðar. Síðari hluti námskeiðsins fer fram í nóvember. Skráning á þetta námskeið á við bæði skiptin.
Markmið verkefnisins er að:
Að hjálpa stúlkum að bæta samskiptin sín á milli.
Að vinna með óæskilega hegðun og samskipti stúlkna.
Að efla félagslega færni stúlknanna í samskiptum innbyrðis með því að vinna með æskilega og óæskilega hegðun.
Að gefa stúlkum tækifæri til að ræða saman um þau félaglegu skilaboð sem ætluð eru ungum stúlkum í dag, mikilvægi félagstengsla, sjálfvirðingar og félagslegrar samkenndar.
Að stúlkurnar fá þjálfun í að hugsa á gagnrýninn hátt um samskipti sín, hvernig þær tengjast hver annarri og þeim er gefið tækifæri til að tala um reynslu sína um leið og þær læra að takast á við árekstra og samkeppni við jafningjana.
Síðari hluti námskeiðsins verður 27. nóvember kl. 13:00 - 16:00.
Leiðbeinandi: Íris Björk Eysteinsdóttir deildarstjóri Hörðuvallaskóla
Tímasetning: Mánudagur 14. ágúst Kl. 09:00 – 16:00
Staðsetning: Salaskóli
Verkefnamiðað þemanám er námskeið þar sem kennarar læra um samþættingu greina, lausnaleitarnám - e. Project based learning, heimildavinnu e. Resource based learning, umræðu og spurnaraðferðir og samvinnunám. Unnið verður með viðhorfið að allir geti lært- bara ekki allir eins og kenndar og kynntar fjölbreyttar leiðir fyrir kennara að beita til að ná lokamarkmiði hugarfar vaxtar “út úr þægindarammanum.
Uppbygging námskeiðsins er með eftirfarandi hætti :
1) Fjallað er um samþættingu námsgreina, lausnaleitarnám, umræðu- spurnaraðferðir og samvinnunám. Þátttakendur fá kynningu og handleiðslu við nýtingu amboða til að skipuleggja kennslu sína með þessum hætti.
2) Lærdómssamfélag á mánudögum. Gert og græjað, handleiðsla og stuðningur. Þátttakendur vinna með amboðin, hittast mánaðarlega í klukkutíma í senn til að kynna fyrir hinum, gefa og þiggja ráð með gagnkvæmri miðlun og umræðum.
Leiðbeinandi: Ingimar Ólafsson Waage, lektor LHÍ
Tímasetning: Mánudagur 14. ágúst kl. 09:00 - 16:00
Staðsetning: Salaskóli
Í námskeiðinu verður sjónum beint að mannkostamenntun sem gagnlegri leið til siðferðilegs uppeldis. Unnið verður út frá heimspekikenningum og fræðilegum hugmyndum um dygðamenntun, farsæld og mannskilningshugtakið ásamt því að skoða hagnýtar leiðir í list- og verkgreinakennslu. Rætt verður um mikilvægi ímyndunarafls, undrunar og tilfinninga sem grundvöll fyrir siðferðisþroska og hvernig við virkjum þessa þætti til skilnings og umburðarlyndis í margbreytilegu samfélagi, bæði til að skoða það sem er framandi og til að finna fyrir því sem er sammannlegt í reynslu okkar.
List- og verkgreinar eru tímalausir fjársjóðir þegar kemur að því að tengja manneskjuna við sjálfa sig, tíðarandann og álitamál samtímans án þess að það feli í sér beina siðferðilega innrætingu.
Á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að kljást við siðferðilegar spurningar, greiningarorðaforða og vangaveltur sem tengjast viðfangsefnunum ásamt því að gera tilraunir með og að prófa að samþætta hugmyndir mannkostamenntunar við skapandi verkefni í kennslustofunni.
Gert ráð fyrir eftirfylgni í mánudagsfræðslu á skólaárinu.
Leiðbeinendur: Ingunn Mjöll Birgisdóttir og Sólveig Norðfjörð
Tímasetning: Mánudagur 14. ágúst Kl. 10:00 – 12:00
Staðsetning: Salaskóli
Markmið námskeiðsins er að þeir sem bera ábyrgð á að sækja um skólaþjónustu læri á One Systems mála- og skjalavistunarkerfið og þekki verkferla, vinnulýsingar og gæðamarkmið tengd beiðnum um skólaþjónustu.
Farið verður yfir það sem þarf að kunna og vita til að senda beiðnir um skólaþjónustu og leiðbeina foreldrum. Einnig verður farið yfir sniðmát fyrir frummat tengiliða, fundargerðir og stuðningsáætlanir sem hægt að er að nálgast í One Systems. Kenndar verða jafnframt leiðir til að leita og kalla eftir upplýsingum og leiðir til að halda utan um samskipti sem tengjast málum eins og símtöl, tölvupósta og minnisblöð.
Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að One systems og vera með fartölvur á námskeiðinu til að æfa það sem verður kennt.
Leiðbeinendur: Aðalheiður Diego og Edda Óskarsdóttir
Tímasetning: Mánudagur 14. ágúst Kl. 13:00 – 16:00
Staðsetning: Salaskóli
Inngilding kallast það þegar allir nemendur eru þátttakendur í kennslustofunni óháð getu og menningarmun.
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á hvernig kennarar geta skipulagt kennsluhætti sína á sveigjanlegan hátt, eflt fjölbreytni og stutt við ábyrgð nemenda á eigin námi. Farið verður í hvernig kennarar geta þróað og skipulagt námsumhverfi sem hentar hverjum og einum nemenda með það að markmiði að sinna þörfum allra nemenda innan kennslustofunnar.
Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Uppbygging námskeiðsins verður með eftirfarandi hætti:
1.hluti – kennsla í margbreytilegum nemendahópi
2.hluti- Námsumhverfi sem gerir börnum kleift að rækta hæfileika sína og styrkleika
Gert ráð fyrir eftirfylgni í mánudagsfræðslu á skólaárinu.
Leiðbeinandi: Sólveig Norðfjörð verkefnastjóri skólaþjónustu
Tímasetning: Mánudagur 14. ágúst Kl. 13:00 – 16:00
Staðsetning: Salaskóli
Farið verður yfir innihald laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, hlutverk tengiliða og málstjóra og stigskipta þjónustu. Lögin verða rædd út frá ,,raunverulegum“ dæmum sem kennarar þekkja í umræðuhópum.
Farið verður yfir markmið, innihald og gerð frummats tengiliða, fundargerða og stuðningsáætlana. Einnig verður rætt um verklag, hlutverk og ábyrgð starfsfólks grunnskóla við gerð frummats, fundargerða og stuðningsáætlana og eftirfylgd mála. Þátttakendum verður síðan skipt í hópa þar sem þeir vinna frummat, fundargerð og/eða stuðningsáætlun fyrir ímyndaðan nemanda.
Í framhaldi af námskeiðinu vinna þátttakendur frummat, fundargerðir og/eða stuðningsáætlanir fyrir sína nemendur. Síðan er gert ráð fyrir tveimur eftirfylgdarvinnusmiðjum á skólaárinu þar sem þátttakendur fá frekari ráðgjöf og stuðning.
Leiðbeinendur: Guðrún Helga Jónasdóttir og Hallur Hallsson
Tímasetning: Mánudagur 14. ágúst kl. 13:00 – 16:00
Staðsetning: Salaskóli
Börn og ungmenni kynnast stafrænni tækni áður en þau komast á legg í gegnum spjaldtölvur og síma. Þau byrja snemma að skapa sitt eigið efni og birta á samfélagsmiðlum en það þýðir þó ekki að þau séu meðvitaðir fjölmiðlanotendur og þjálfuð í stafrænu læsi sem er gríðarlega mikilvægt á okkar tímum.
Í kennslunni verður stuðst við grunnefni sem kennslusérfræðingar DFI https://filmcentralen.dk/grundskolen/filmsprog, dönsku kvikmyndastofnunarinnar hafa lagt fram og inniheldur bæði orðasafn og námskrá til að kenna greiningu myndmáls. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur þýtt og staðfært efnið og að auki tekið saman nokkur dæmi úr íslensku myndefni til stuðnings kennslunni. https://www.kvikmyndamidstod.is/born-og-ungmenni/kennsluefni/
Leiðbeinendur: Starfsmenn frá Bókasafni Kópavogs
Tímasetning: Mánudagur 14. ágúst kl. 10:00- 15:00
Staðsetning: Bókasafn Kópavogs
Á námskeiðinu verður mikilvægi íslenskra barna- og unglingabóka í kennslu rætt auk þess sem fjallað verður um yndislestur og barnabókmenntir í víðara samhengi.
Fengnir verða gestir á námskeiðið sem nálgast efnið úr ólíkum áttum; kennarinn, rithöfundurinn og fræðimaðurinn. Hugmyndir að lestrarhvetjandi verkefnum verða kynnt og rætt um hvernig efla megi lestur og læsi barna og ungmenna.
Starf bókasafnsins verður kynnt og sérstök áhersla verður lögð á að kynna barna- og ungmennadeildir safnsins og mikilvægi bókasafna fyrir alla aldurshópa.
Leiðbeinendur: Indíana Nanna Jóhannsdóttir
Tímasetning: mánudagur 14. ágúst kl. 13:00 -16:00
Staðsetning: GoMoveIceland á Kársnesi
Framhald af námskeiði frá deginum áður og felur í sér leiðir til að styrkja persónulega hæfni um leið og tækifæri gefst til valdeflingar í starfi í gegnum hreyfingu, mataræði og gæðasvefn.
Horft er til Menntastefnu Kópavogsbæjar þar sem rætt er að öflugt menntastarf þarfnist umhverfis sem styður við nám og leik og auki líkur á að starfsfólk finni sig í vinnuvistvænu umhverfi þar sem heilsufarsþættir og öryggi eru í fyrirrúmi.
Sjónum er beint að því að auka persónuleg lífsgæði í gegnum hreyfingu, næringu og gæðasvefn. Námskeiðið verður í formi fyrirlestra og æfinga. Í báðum hlutum þurfa þátttakendur að koma og vera tilbúnir til að hreyfa sig í nánasta umhverfi; bæði úti og inni.
Þessi hluti námskeiðsins felur í sér þátttöku í hreyfingu bæði úti og inni; í íþróttasal og í kennslustofu.
Námskeiðið er framhald af fyrirlestrum frá því deginum. Sjá hér.
Boðið verður upp á eftirfylgd fyrir þátttakendur einu sinni til tvisvar á haust- og vormisseri; veltur á þátttöku og áhuga.