Stafrænt nám
Börn kynnast stafrænni veröld mjög fljótt og hafa aðgengi að stafrænni tækni á heimilum sínum og víðar (Chaudron, 2015). Í sköpunarsmiðjum fá börn tækifæri til stafræns náms þar sem þau geta búið til hluti, baukað við, snikkað, hakkað, leikið sér og verið skapandi með úrval af efnivið, hugbúnaði og verkfærum. Hér er átt við tækni eins og forritanleg leikföng, rafeindabúnað, þrívíddarprentara og geislaskera til að búa til hluti ásamt alls kyns endurnýtanlegum efnivið til sköpunar (Marsh o.fl., 2017). Í sköpunarsmiðjum má til dæmis gera hreyfileikföng, rafvefnað, þjarka og myndir og hluti sem lýsa eða gefa frá sér hljóð. Í slíkum verkefnum öðlast nemendur færni í forritun, hönnun, gerð rafrása og einfaldri framleiðslu (Sólveig Jakobsdóttir o.fl., 2019).
Við fórum í Góða hirðinn og fengum gefins fullt af rafleikföngum.
Markmið:
Að vera forvitin og skapandi
Að taka í sundur, skoða hvað er inni í leikfanginu
Að laga eða búa til nýtt leikfang
Verklag:
Við notum áhöld (brjótum ekki)
Við flokkum eins og hægt er skrúfur, perur, víra, leikfangaparta og fleira
Litavélmenni - Fengið hjá Elínborgu Siggeirsdóttur
Burstavélmenni - Verkefni fengið á síðu VEXAedu Snillismiðjur.
Forritanleg kúla. Nemendur hafa fengið létt verkefni til að geta áttað sig á því hvernig nota á kúlurnar og möguleikana sem þær gefa. Hér er Spherostokkur með ýmsum verkefnum sem gott er að styðjast við, sérstaklega þegar verið er að byrja.
Nemendur í 1. bekk hafa verið að læra forritun í vetur með Bee Bot. Þau hafa einnig verið að nota Bee bot appið og Codable.
Smíðakennarinn í Vesturbæjarskóla hefur verið duglegur að leyfa nemendum að þróa áfram hugmyndir sínar og bæta smá tækni við.
Forritun með Codecombat - Kennsluáætlun fyrir tvær kennslustundir
Börn í 3. bekk hafa verið að læra um stóru málin í umhverfismenn. Nú er sýndarveruleiki kominn í verkfærakistu kennara til að skapa betri skilning. Börnin lærðu sérstaklega um kóralrif og áhrif hlýnunar sjávar á þau. Í sýndarveruleika gátu þau fengið að ferðast neðansjávar um kóralrif og skoða kóralla. Í framhaldinu skoða þau formin og litina sem birtast í kóröllum og vinna með það á listrænan hátt.
6. bekkur í Ingunnarskóla er að sníða og sauma flíshúfur, vettlinga, inniskó ofl. Vínilskerinn er síðan notaður til að búa til merki sem eru þrykkt á fatnaðinn.