Skapandi tungumálakennsla

Læsi

Markmið með sköpunarsmiðjuverkefnum er að efla hæfniþætti eins og samstarf og félagsfærni, tæknilæsi, lausnaleit og gagnrýna hugsun sem flokkast undir 21. aldar færni (Marsh o.fl. 2017). Í Aðalnámskrá grunnskóla (2013) kemur fram að megintilgangur kennslu í upplýsinga- og tæknimennt sé að efla upplýsinga- og miðlalæsi nemenda og hjálpa þeim að öðlast tæknifærni og tæknilæsi. Það felst meðal annars í því að geta nýtt ýmis tæki, tæknibúnað og fjölbreyttar úrvinnsluleiðir til að afla sér þekkingar og miðla á gagnrýninn og skapandi hátt (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2013).

Kennarar þurfa að verða meðvitaðir um að vinnubrögðin sem sköpunarsmiðjur fela í sér taka ekki tíma frá þjálfun eins og læsi, heldur geta þau verið öflug leið til að vinna með læsi á skapandi hátt og að láta tæknina styðja við læsi. Sköpun og tækni hafa svo fjölbreytta athafnakosti sem ekki eingöngu geta stutt við að efla læsi á rituðum texta heldur líka á allskonar læsi, læsi á heiminn, á tækni, á myndmál, táknmál, samskipti og hvaðeina í tilverunni.

Ljóðagerð

Nemendur gerðu ljóð úr blaðsíðum úr afskrifuðum barnabókum svo kölluð black out poetry.

Ég geri þetta þannig að ég næ mér í bækur sem búið er að afskrifa og tek úr þeim blaðsíður. Passa að blaðsíðurnar séu með texta sem passar þá helst skáldsögur. Ég segi þeim hvað við erum að fara gera. Ég tók dæmi og sýndi þeim hvernig ég fór að notaði þá bókvarpann. Ég sýndi þeim svo dæmi um myndskreytingar á google. Gúgglaði Black out poetry og tók nokkur ólík dæmi um útfærslu. Lagði líka áhersu á að myndsktreyting væri kannski í samræmi við ljóðið þeirra. Ég læt þau svo lesa sína blaðsíðu bara til að fá fá yfirsýn yfir orðin. Þegar það er búið þá fara þau að "semja". Gera kassa utan um orðin sem mynd ljóð fyrst með blýanti og síðna með svörtum mjóum útlínu túss og láta svo hugmyndarflugið ráð för við myndskreytingu. Þetta tókst vel og þeim fannst mjög skemmtilegt að vinna þetta.

https://www.scholastic.com/teachers/blog-posts/john-depasquale/blackout-poetry/

Þetta verkefni er á google glærum og hægt að deila í google classroom. Nemendur vinna svo hver í sínu tæki og ekkert þarf að prenta út.

Gullbrá og birnirnir þrír

Nemendur í 1.bekk í Selásskóla hlustuðu á söguna um Gullbrá og birnina 3. Eftir það útbjuggu þeir rúm fyrir Gullbrá.

Grísirnir þrír

Í dag kom gulur hópur úr 1. bekk í fyrsta skiptið á skólasafnið. Hlustuðu þau á tvær útgáfur af sögunni um grísina þrjá og veltu fyrir sér hvað væri líkt og hvað væri ólíkt með þeim. Síðan var þeim skipt í 3 hópa og átti hver hópur að útbúa hús grísanna úr ólíkum efniviði. Þegar húsið voru risin þá kom stóri grimmi úlfurinn og hvæsti og dæsti og reyndi að blása húsin þeirra um koll.

Hús fyrir úlfinn

Úlfurinn er með svo mikið ofnæmi og hnerrar stöðugt. Grísirnir þrír halda að hann sé að reyna að borða þá með því að blása á húsin þeirra en hann er bara að leita sér að húsi til að búa í og skoða hvaða byggingarefni hentar best. Úlfurinn verður að passa inn í húsið, geta gengið inn og út úr því og húsið verður að passa á prufuhnerrastöðina.

Grísirnir þrír.pdf


Brúðuleikhús

Kennsluáætlun fyrir tvær kennslustundir þar sem nemendur vinna með brúðuleikhús.

Brúðuleikhús

Nemendur vinna með brúðuleikhús í textílkennslu í Ingunnarskóla.

Fréttaþáttur - enskukennsla

Nemendur tóku upp fréttaþátt í iMovie og notuð grænan skjá til að setja inn myndir. Verkefnið var unnið í enskukennslu út frá kennslubókinni Ready for action.