Stærðfræði er mjög skapandi fræðigrein (Ambrose, 2017). Stærðfræðingar rannsaka, skapa nýja þekkingu og leita að óþekktum lausnum (Sternberg, 2017). Samt sem áður eru margir sem upplifa ekki mikla sköpun í eigin stærðfræðinámi (Sheffield, 2013). Í hefðbundinni skólastærðfræði er oft lögð áhersla á að nemendur vinni einir að vel afmörkuðum verkefnum með eitt rétt svar (Leikin & Pitta-Pantazi, 2013).
Ósk Dagsdóttir skrifaði lokaverkefni um skapandi stærðfræði og hér er skýrsla um rannsóknina sem vert er að skoða.
Börn í 4. bekk unnu pizzaverkefnið í stærðfræði en að sögn kennara hentar verkefnið betur nemendum í 5. bekk. Hér lærðu börnin á skapandi hátt almenn brot.
Hér má nálgast ítarlegar upplýsingar um framkvæmd verkefnisins.
Börn í 7. bekk í Vesturbæjarskóla hönnuðu draumaherbergið sitt í stærðfræði. Fyrst þurftu þau að teikna herbergið upp, hvort sem það var á blaði eða í appi eða forriti. Síðan fengu þau þá áskorun að búa til herbergið eða ,,miniature" af því með endurvinnanlegum efniðvið úr smiðjunni. Börnin þurftu að sjálfsögðu að huga að mælingum í þessu verkefni og vinna með raunverulegar stærðir. Hugmyndin að verkefninu kom frá síðunni ,,Námsfjallinu" en þar er að finna fullt af skapandi verkefnum.
Vinsælt er að nota mandölugerð í ýmsu formi. Hér má sjá myndir af fjörumandölum og haustmandölum.
Hægt er að nota leikinn Minecraft á ýmsa vegu. Börn í 2. og 7. bekk hafa verið að nota leikinn til að vinna með ýmis stærðfræðileg hugtök og byggja heima sem geta líka tengst samfélagsfræði. Hér er vefurinn hans Gunnlaugs Smárasonar um Minecraft í námi og kennslu sem gott er að skoða þegar farið er af stað. Hér er lokaverkefnið hans ,, Minecraft í stærðfræðikennslu á yngra stigi" sem líka er áhugavert að skoða.
Að skilja og vinna með arkitektateikningar af Perlunni með hliðsjón af ljósmynd. Verkefni sem fengið var hjá Hafdísi Matsdóttur og Rannveigu Möller kennurum í Vogaskóla. Hentar vel í 9. bekk.