Hönnunaráskoranir
Hönnunaráskoranir
Hönnunarhugsun (e. design thinking) er ferli sem hægt er að nota til að kryfja vandamál og leita fjölbreyttra lausna. Rannsóknir sýna að til að kennarar verði færir um að kynna hönnunarhugsun þurfi hugarfarsbreytingu, færni í hönnun og nýjar kennsluaðferðir (Hjorth o.fl., 2016).
STEM hugmyndafræðin á margt skylt við sköpunarsmiðjur en sú hugmyndafræði hefur verið að ryðja sér til rúms. Skammstöfunin stendur fyrir vísindi (e. science), tækni (e. technology), verkfræði (e. engineering) og stærðfræði (e. mathematics) (Maeda, 2013). Skammstöfunin STEAM er notuð þegar einnig er lögð áhersla á listir (e. art) og telja sumir að með því sé hægt að höfða til enn fleiri nemenda þar sem einnig er lögð áhersla á hönnun og sköpun (Bequette og Bequette, 2012). Í STEM verkefnum prófa nemendur sig áfram með því að takast á við ýmiskonar hugmyndir og áskoranir á eigin forsendum. Hugmyndafræðin byggir á gildum verkhyggju og hlutverki hennar í að þekking verði til (Marsh o.fl., 2017). Skapandi verkefni sem byggja á STEM eru líkleg til árangurs þar sem þau geta komið til móts við ýmis áhugamál 26 og reynslu nemenda. Þau byggja á hugviti og gefa nemendum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar og efla þrautseigju (Bevan o.fl., 2014).
Markmiðið er að kenna nemendum ákveðið ferli hönnunar þar sem börnin spyrja sig að því hvert sé vandamálið, hugsa hvernig þau geta leyst það, skipuleggja, byggja, prófa og laga. Slíka nálgun í kennslu er hægt að nota á mjög fjölbreyttan hátt sem eflir tjáningu, skapandi og gagnrýna hugsun og sjálfstæði og samvinnu.
6. bekkingar í Vesturbæjarskóla hafa fengist við áskoranir vikunnar í fjörutíu mínútna löngum lotum. Áskoranirnar eru úr ýmsum áttum og tengjast oftar en ekki námsþáttum sem farið er í hverju sinni.
Ein af síðustu áskorunum tengdist þó engu af því sem við höfum verið að vinna með en þar sem við sátum uppi með nokkurt magn af prentuðum pappír sem við vildum nýta datt okkur í hug að nýta pappírinn í skúlptúragerð. Að lokinni skyggnusýningu á ólíkum skúlptúrum/höggmyndum fengu nemendur að vita um áskorun vikunnar; hvert og eitt barn fékk afhent eitt A3 blað og mátti mest vinna fjögur saman með jafnmörg blöð. Hvorki mátti rífa né klippa blöðin og aðeins mátti nota heftara og eða bréfaklemmur við skúlptúrgerðina.
Óhætt er að segja að nemendur hafi komist á flug í skúlptúrgerðinni og öll biðu spennt eftir að kynna sinn skúlptúr. Í kynningunum kom fram að á meðan sum börn finna drifkraft í húmornum eru önnur sem detta í heimspekilegar pælingar og enn önnur hafa enga hugmynd hvað þau sköpuðu en öll sjá eitthvað mismunandi í skúlptúrunum. Ótæmandi uppspretta skemmtilega umræðna.
Margar áskorananna hafa ýtt börnunum út úr sínum þægindaramma. Í þessari áskorun gerðist það sem gerist oft í skapandi vinnu að nemandi, sem nýtur sín ekki frá degi til dags í náminu, stóð keikur og kynnti sitt verkefni með bros á vör.
Bátaleikarnir eru STEM áskorun sem er ætlað að örva rökhugsun barnanna með þrautalausnum og sköpun. Markmiðið er að búa til bát sem getur siglt 300-350 metra leið. Verkefnið var skráð sem eTwinning verkefni en markmið slíkra verkefna er að auðga skólastarfið á ýmsan hátt. Auk skólanna þriggja tóku þátt börn úr Karlsberg skola í Svíþjóð og Ymmerstan koulu í Finnlandi.
Dæmi um hæfniviðmið:
Stærðfræði - rúmfræði og mælingar
-notað hugtök og aðferðir rúmfræðinnar til að útskýra hversdagsleg og fræðileg fyrirbrigði
-notað mælikvarða og einslögun í tengslum við teikningar, áætlað ummál, flatarmál og rúmmál í raunverulegum aðstæðum, rannsakað aðferðir til að reikna það
Náttúrufræði - nýsköpun og hagnýting þekkingar
-unnið undir leiðsögn í hópi eftir verkskiptri tímaáætlun við að hanna umhverfi, hlut eða kerfi
Frétt af vef Vesturbæjarskóla - Frétt á vef Reykjavíkurborgar - Frétt af vef Selásskóla
Getur liðið þitt búið til geimferju sem lendir á Mars (á gólfinu) þannig að geimfarinn (egg) lifi lendinguna af (eggið brotni ekki)?
1. Það má eingöngu nota efni og áhöld sem gefin eru fyrir verkefnið
2. Byggingatíminn er 40 mínútur
3. Ferjan má ekki vega þyngra en geimfarinn (eggið)
4. Geimferjan þarf að lenda mjúklega og vernda geimfarann í lendingunni.
Dæmi um hæfniviðmið:
Náttúrufræði - nýsköpun og hagnýting þekkingar
-fjallað um þekktar tækninýjungar eða vísindauppgötvanir og áhrif þeirra á atvinnuhætti og mannlíf í heimabyggð, umhverfi og náttúru
Stærðfræði - rúmfræði og mælingar
-borið saman niðurstöður mismunandi mælinga og túlkað niðurstöður sínar.
Nemendur í 5. og 6. bekk á fullu STEAM-vinnuferli. Áskorunin er brúarhönnun- og smíði fyrir Sphero kúlur. Markmiðið með þessu verkefni er að nemendur vinni saman að verkefni sem krefst lausnaleitar og ígrundunar til að árangur náist.
Bók með 20 spennandi tilraunaverkefnum.
Það er ýmislegt hægta ð gera með Makedo eins og þennan flotta búning sem börnin bjuggu til. Hér er myndband sem heitir Caine's Arcade 2: From a Movie to a Movement og gæti veitt einhverjum innblástur.
Kennarar í 6. bekk í Selásskóla heilluðust af Makedo á menntbúðunum í ágúst. Þegar tækifæri gafst ákváðu þær að prófa að nota þetta með nemendum. Bekkur var að læra um Norðurlöndin og eitt af viðfangsefnum voru rithöfundar og sögupersónur frá Norðurlöndum. Nemendum var skipt í hópa eftir löndum og áttu að skoða þetta viðfangsefni og hanna svo persónu eða fyrirbæri sem tengdist þeirra landi. Þetta var mjög skemmtileg vinna og aldeilis flottar verk sem komu úr þessu.
Hefð er fyrir því að nemendur í 7. bekk í Vesturbæjarskóla setji upp jólaleikrit sem þau semja sjálf og útfæra. Nemendur nýttu sér Makedo til að búa til einhverja leikmuni eins og flugvélina góðu sem fjölskyldan ferðaðist með.
Ása kennari í Salaskóla deildi þessum skemmtilegu STEM verkefnum á Twitter, en hún vann það með 5. bekk.
Hér er STE(A)M verkefni sem börn í 3. bekk hafa unnið í Vesturbæjarskóla. Fyrsta verkefnið er að búa til skópar úr dagblöðum og málningarlímbandi. Einn úr hópnum þarf að komast í og úr skónum án þess að þeir rifni. Að lokum er smá "keppni" þar sem gengið er í þeim ákveðna vegalengd. Unnið er mikið með samvinnu, að hlusta á alla, málamiðlun auk þess að hanna, finna lausnir og prófa skóna. Umræður eru fyrir og eftir tímana og unnin skýrsla um verkefnið í lokin.
Hér er verkefni sem felst í því að börnin fá 15 mínútur til að byggja eins háan turn og þau geta með aðeins 2 örkum af dagblöðum og 30 cm límbandi.
Dream Big: engineering our world. Mynd sem einblínir á verkfræðihlutann í STEM (Netflix).
Með myndinni fylgir handbók fyrir kennara og 12 verkefni. Tvö verkefni sem sýnd eru í myndinni eru á meðal þeirra (Windy City Tower and Build an Earthquake-Resistant Structure)
„Dream Big: Engineering Our World is a first film of its kind for IMAX® and giant screen theatres. Narrated by Academy Award® winner Jeff Bridges, it will transform how we think about engineering. From the Great Wall of China and the world’s tallest buildings to underwater robots, solar cars and smart, sustainable cities, Dream Big celebrates the human ingenuity behind engineering marvels big and small, and shows how engineers push the limits of innovation in unexpected and amazing ways. With its inspiring stories of human grit and aspiration, and extraordinary visuals for the world’s largest screens, Dream Big reveals the compassion and creativity that drive engineers to create better lives for people and a more sustainable future for us all.“
Getið þið búið til vél úr verðlausu dóti sem hefur einhvern endapunkt? Hér er gott dæmi frá grunnskólanum í Stykkishólmi.
Getið þið búið til bursta vélmenni sem lifnar við og hreyfist úr stað?
Hversu háan turn getur þú búið til? Er hægt að búa til kúlubraut? Hvað annað dettur þér í hug?
Það er áskorun er hanna kúluspil. Spilið þarf að hafa BYRJUNARREIT, ENDALÍNU OG minnst fjórar hindranir sem kúlan þarf að fara í gegnum.
Verkefnið er góð áskorun fyrir nemendur frá 5. bekk og upp úr. Það tekur u.þ.b. 80 mínútur í framkvæmd.
Þetta er skemmtilegt verkefni fyrir útidaga vor og haust - gott að hafa smá vind en má helst ekki rigna.
Nemendur draga eitt starfsheiti og tvö lýsingarorð og eiga síðan að hanna og búa til stól sem er lýsandi fyrir starfið og nýtir líka lýsingarorðin. Byrja á að teikna og velta fyrir sér hvað fólk sem vinnur starfið gerir og hvernig hægt væri að sjá það á stólnum. Lýsingarorðin eru svo tenging við íslensku, vinna með fjölbreytt orð og að nemendur velti fyrir sér hvernig er t.d. hægt að sýna að stóll sé skrítinn. Það má endalaust bæta við orðum og fá nemendur til að koma með uppástungur.
Það er hægt að nota þessa lýsingu við hönnun á hverju sem t.d. síma, bíl o.s.fr.
Skemmtilegt og krefjandi verkefni fyrir 4. – 5. bekk en getur auðvitað gengið fyrir hvað aldur sem er.
Verkefnið er unnið út frá myndbandinu um Cain´s Arcade nemendur horfa á myndbandið og vinna svo saman tveir eða fleiri og búa til spil og fá þrjá til fjóra 80 mínútna tíma til að klára. Þá setja hóparnir upp spilasal og bjóða bekkjarfélögum sínum að prófa.
Unnið með 5. og 6. bekk
Getið þið búið til kúlubraut úr 5 pappadiskum þar sem kúlan þarf að snerta alla diskana á leiðinni niður?
Byggið turn úr 15 pípuhreinsurum. Turninn má aðeins vera byggður úr þessu eina efni. Hæð turnsins verður mældur frá botni til hæsta pípuhreinsarans. Turninn verður að standa óstuddur. Hann má ekki halla upp að neinu, skorðaður við eitthvað né festur milli hluta.
Getið þið búið til bát sem flýtur og getur borið eins margar krónur og hægt er eða mest 30 krónur?
Hópurinn ykkar þarf að búa til eins langa keðju úr pappír og þið getið og megið aðeins nota eitt blað.
Getið þið hannað og skapað litla fígúru sem stendur upprétt á skíðum og rennir sér niður brekku á þeim?
- Þið þurfið að nota álpappír til að búa fígúruna til og líma svo á tvær tréspýtur -
Getið þið búið til bíl úr verðlausu dóti sem getur ekið 1,5 m vegalengd án þess að detta í sundur með blöðru sem orkugjafa?
Getur þú búið til valslöngvu? Skemmtilega kveikju er að finna með því að smella á myndina af valslöngvunni í verkefninu.
Kofasmíði var börnum í 6. bekk hugleikin og því fóru þau á flug með að hanna lítil tréhús sem komu svona skemmtilega út.
Hér er legóáskorun þar sem börnin hugsa, byggja, prófa, spyrja, laga, prófa aftur. Verkefnið reynir á rökhugsun, hönnun og lausnamiðun.
Anna María Þorkelsdóttir kennsluráðgjafi í Breiðholti og VEXA fékk leyfi til að þýða heimapakka frá þeim Carly and Adam. Þarna eru skemmtileg verkefni sem fjölskyldan getur gert saman og líka ýmsar hugmyndir sem hægt væri að nota í skólanum. Upplagt að skoða ef/þegar skólinn verður skertur.