Hér er safn hugmynda fyrir fjarkennslu. Ef til þess kemur að nemendur geta ekki sótt skóla t.d. vegna sóttkvíar þurfum við að vera undirbúin um hvernig við ætlum að fjarkenna nemendum okkar. Þá er ekki nóg að senda nemendur heim með vinnubækur og klára ákveðnar blaðsíður eða kafla. Nemendur okkar hafa mjög ólíkar forsendur og ólíkan stuðning heima fyrir. Hægt er að senda nemendum skemmtilegar áskoranir eða tilraunir og nota til þess dagbók . Markmið er að kenna samkvæmt námskrá eins og kostur er.
Ingvi Hrannar óskaði eftir hugmyndum af verkefnum frá kennurum um land allt. Hér er fullt af góðum hugmyndum sem hægt er að nýta í fjarkennslu.
Þeir grunnskólar sem eru með Seesaw (rafrænar ferilmöppur) geta sett upp leið sem einfaldar kennurum, foreldrum og nemendum að fylgjast með námi barnsins/barnanna og nemendur fá og skila verkefnum á einn stað. Þeir skólar/einstaka kennarar sem eru ekki með Seesaw geta gert flest allt það sem Ingvi Hrannar leggur til í þessari færslu á fríum aðgangi.
Hér er afrit af skjali sem kennarar á unglingstigi í Norðlingaskóla hafa gert. Þar verður dagbók fyllt af verkefnum á hverjum degi og send heim í gegnum Google Classroom þar sem hver nemandi fær eintak (Each Student Gets A Copy) og vinna nemenedur beint inn í bókina. Kennari getur fylgst með framgangi í gegnum Google Classroom.
Ef skóli myndi taka þetta sniðmát ætti hann að fylla inn verkefni fyrir sig í blaðsíðurnar fyrir hvern dag. Þar sem stendur ‘Dagurinn minn’ og ‘…dagsins’ eiga nemendur að setja inn nokkuð frjálst af því sem þeir gerðu þann daginn, þó sniðugar hugmyndir geti komið frá skólanum.
Í Vesturbæjarskóla gera nemendur frá 3. bekk einstaklingsbundna námsáætlun þar sem þeir skipuleggja námið sitt. Áætlun hentar vel í svona dagbók auk áskorana eða tilraun frá kennurum.
Hafa samband við nemendur í hverri viku og athuga stöðuna símleiðis eða í gegnum Google Meet . Spyrja hvernig gangi, hvernig þeim líði, hvernig verkefnin gangi. Það væri líka hægt að skrifa þeim bréf og minna þau á hvað þau skipta miklu máli fyrir bekkinn, skólann og þig sem kennara.
Frá skólanum: Reyndu að vakna fyrir klukkan 9.00.a.m.k. á a.m.k. 4 virkum dögum af 5 í þessari viku
Íþróttir: Veldu eina æfingu á dag af þessum og gerðu sjálf/-ur eða með systkinum og/eða foreldrum: https://vimeo.com/397719114
Íslenska: Hvað er að gerast á þessari mynd? Skoðaðu myndina í skjalinu vel. Þú getur skrifað hans sem frétt í dagblaði, sögu sem þú býrð til, frásögn persónu á myndinni eða hvernig sem þér dettur í hug.
Skil fyrir fimmtudag, en þá kemur í ljós hvað var í raun og veru að gerast á myndinni.
https://docs.google.com/document/d/1GQhW82xE9YMdwUSCdUIjraEJEhDQH0qOAPwwJ5T4jI0/edit?usp=sharing
Lestur: Finndu bók sem þig hefur alltaf langað til að lesa. Þú þarft ekki að klára hana í vikunni en þú þarft að lesa eitthvað í henni á hverjum degi.
Heimilisfræði: Hjálpaðu til við hádegismatinn (eitthvað sem við höfum gert í heimilisfræði) og vaskaðu upp/settu í vélina eftir kvöldmatinn a.m.k. einn dag í vikunni.
Náttúrufræði: Gerðu eina vísindatilraun af þessum (https://www.youtube.com/watch?v=Mvz7sS2-cic) og taktu mynd af því. Segðu í dagbókinni þinni frá því hvað gerðist.
Áhugasviðsverkefni: Finndu eitthvað sem þú hefur áhuga á eða vilt læra. Settu þér markmið um að æfa það á hverjum degi. Skrifaðu um ferlið í dagbókina þína.
Myndlist: Farðu á Google og skrifaðu “Picasso kid art” og veldu svo Myndir/Images. Þar ættir þú að finna innblástur fyrir listaverki. Útbúðu listaverk í anda þessa mikla meistara. Þetta má vera teiknuð mynd, máluð, listaverk, skúlptúr eða hvað sem er. Taktu mynd af verkinu og skrifaðu smá um það í dagbókina þína.
Það getur verið mjög sniðugt að láta nemendur vinna sitt eigið bingó fyrir vikuna. Hér er skjal sem kennarar geta tekið og breytt og bætt eins og þeir vilja.
Google Classroom er stafræn kennslustofa þar sem hægt er að senda verkefni á nemendur og fylgjast með framvindunni á meðan á vinnu stendur. Einnig er hægt að setja inn tilkynningar, spurningar og hlekki á vefsíður ásamt fjölmörgum öðrum hlutum. Mörg kennsluforrit tengjast beint við Classroom og senda jafnvel niðurstöður beint inn í Classroom þegar vinnu er lokið.
Google Sites er heimasíðuforritið í Google. Sites er bráðsniðugt í alls konar verkefnavinnu eins og t.d. rafrænar ferilmöppur, verkefnaskil og fyrir kennara sem búa til mikið af kennslumyndböndum og vilja hafa þau aðgengileg fyrir nemendur. Hægt er að stilla hverjir geta séð síðurnar sem er bráðsniðugt fyrir vinnu nemenda.
Google Slides er glæruforritið í Gsuite. Forritið er einfalt og þægilegt í notkun og hefur marga hluti sem ekki er hægt að finna í öðrum sambærilegum glæruforritum. Við bendum ykkur á að kíkja á viðbæturnar sem fylgja Slides og sérstaklega á Kanna hnappinn sem virkjar gervigreindina til að setja upp glærur fyrir mann með tilheyrandi tímasparnaði.
Arna Björk og Linda í 4. bekk hafa búið til app fyrir foreldra í google skyggnum. Leiðbeiningar er að finna hér fyrir neðan.
Leiðbeiningar
https://docs.google.com/presentation/d/1t1AayLn0fDe0lFUFimhZ79nVrnpauCO3NlLD9O3EYyI/edit#slide=id.p
Grein um fjarkennslu: Lykill að fjarkennslu og fjarnámi á grunnskólastigi #COVID-19
Kahoot! - kahoot.com er vefur (e. platform) á netinu þar sem hægt er að búa til spurningaleiki og kannanir deila þeim með öðrum.
Verkfærakistan er safn verkefna sem eiga að styðja kennara í að framfylgja menntastefnu Reykjavíkurborgar.
Hér má sjá hvernig Lindaskóli kennir í fjarkennslu. Hægt er að skoða hugmyndir fyrir hvern árgang, uppskriftarhorn, hreyfingu, fræsðluvefir og ýmsar skemmtilegar hugmyndir.
Lindaskóli bendir á hvað er gott að tileinka sér í fjarnámi:
Vakna á sama tíma
Borða hollt
Læra
Leika
Hreyfa sig
Sofa nóg
Hér er samansafn af vefsíðum og áhugverðu efni sem fagfólk hefur verið að deila.
í Vesturbæjarskóla er hefð fyrir vali í öllum árgöngum. Hægt væri að setja upp val fyrir nemendur þar sem þeir velja (eins og bingó) það sem þeir ætla að gera í ákveðinn tíma. Kennarar gætu sett upp valstöðvar sem eru í gangi (eins og hægt er) og látið fylgja með markmið og leiðbeiningar.
Í Vesturbæjarskóla er hefð fyrir heimaverkefni fjölskyldunnar. Í 2., 4. og 6. bekk sendir kennari bréf til foreldra þar sem þeir eru hvattir til að aðstoða börn sín við að vinna tiltekið verkefni og kynna það fyrir bekknum. Verkefnin eru margvísleg og gætu t.d. falist í því að kynna áhugavert safn, segja frá persónu sem fjölskyldan hefur dálæti á eða kynna áhugamál sitt. Kennarinn getur einnig ákveðið að tengja verkefnið námsefninu. Fjölskyldan hefur frjálsar hendur um framsetningu kynningarinnar. Hún getur falist í upplestri, myndbandi, sýningu á hlutum, ljósmyndum, glærusýningu, teikningum eða öðru. Fjölskyldan (pabbi, mamma, afi, amma) fær góðan undirbúningstíma og foreldrar eru hvattir til að taka þátt í kynningunni í skólanum með barni sínu. Kynningartíminn er ákveðinn í samráði við kennara og foreldra. Sem dæmi er hægt að nota fyrstu kennslustund ákveðins vikudags í kynningarnar. Markmið heimaverkefnis er að upphefja nám og skólastarf og að brúa heima barnsins.
10 hugmyndir að heildstæðum verkefnum frá 1.-10. bekk með grunnþáttinn Lýðræði og Mannréttindi að leiðarljósi. Unnið af Tröppu ráðgjöf í samvinnu við MMS.
Hér er að finna þemaverkefni eða verkefni sem er hægt að nota í samþættum fögum þar sem samfélagsfræði er eitt af fögunum. Verkefnin byggja á heimsmarkmiðum SÞ, á samkennd og umburðarlyndi. Athugið að það eru bara hæfniviðmiðin sem stýra því hvaða stigi þetta er merkt.
“Um hvað langar mig að skrifa” er listi 24 ritunarhugmynda. Gott og aðgengilegt fyrir kennara og foreldra.
Ýmsa hugmyndir um leiðir í fjarkennslu sem teknar eru saman af Tröppu.
Hér eru ýmsar bjargir sem tengjast fjarnámi sem spjaldtölvuteymi Kópavogs tók saman
Heimili og skóli tók saman hagnýt ráð fyrir foreldra á tímum heimsfaraldurs.
Hér er plakat sem hægt er að prenta út með 25 skapandi verkefnaskilum.
Anna María Þorkelsdóttir kennsluráðgjafi í Breiðholti og VEXA fékk leyfi til að þýða heimapakka frá þeim Carly and Adam. Þarna eru skemmtileg verkefni sem fjölskyldan getur gert saman og líka ýmsar hugmyndir sem hægt væri að nota í skólanum. Upplagt að skoða ef/þegar skólinn verður skertur.
Verkefnin í heimilisfræði eru mörg og fjölbreytt. Jóhanna, heimilisfræðikennari í Vesturbæjarskóla, hefur útbúið vefsíðu til að auðvelda okkur að sækja uppskriftir sem notaðar eru við heimilisfræðikennslu.
Nemendur og kennarar eiga að hafa aðgang að Snöru í gegnum Google skólareikninginn sinn.