Austur Vestur
Sköpunarsmiðjur

Samstarfsverkefni um sköpunarsmiðjur í Vesturbæjarskóla, Ingunnarskóla og Selásskóla

Þessi síða heldur utan um þróunarverkefni um sköpunarsmiðjur sem er samstarfsverkefni Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla. Vorið 2019 sóttu skólarnir þrír um styrk hjá Þróunar- og nýsköpunarsjóði Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fyrir samstarfsverkefni í tengslum við nýja menntastefnu: AUSTUR - VESTUR Sköpunarsmiðjur í Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla. Tilgangurinn með þessari síðu er að safna saman öllu sem unnið verður í tengslum við sköpunarsmiðjur í skólunum þremur.