FélagsStarf
Félagsfundir
Lionsklúbburinn Fjörgyn heldur fundi annan og fjórða fimmtudag í mánuði, milli kl. 19 og 21.
Á félagsfundi Fjörgynjar er starfsemi klúbbsins í fyrirrúmi. Þar er vettvangur umræðu um starf nefnda klúbbsins. Formlegri dagskrá er fylgt undir stjórn fundarstjóra. Ákvarðanir klúbbsins eru teknar á slíkum fundum og algengt er að utanaðkomandi aðili sé fenginn til að fræða félaga um tiltekið málefni.
Léttfundir
Til mótvægis við formlega félagsfundi eru haldnir svokallaðir léttfundir. Á þeim fundum eru formlegheitum sleppt en áhersla lögð á samveru félaganna. Léttfundir eru ýmist haldnir í fundaraðstöðu Fjörgynjar í Lionsheimilinu eða sem viðburður úti í bæ.
Félagslíf
Á hverju starfsári heldur Fjörgyn nokkra viðburði þar sem áhersla er lögð á samveru með mökum og fjölskyldum félaganna.