Teymið

Twitter: @hjaltihalldorsson og @ormstungur

Netfang: hjalti@langholtsskoli.is

Hjalti

Hjalti elskar setningafræði, sögu og Arsenal. Annar þáttastjórnanda Ormstungna, sem er hlaðvarp sem styður við Íslendingasögurnar. Hann hefur gefið út fjórar bækur; Af hverju ég? Draumurinn, Ofurhetjan, Veran í vatninu og Græna geimveran.

Twitter: @johannabd2

Netfang: johannadada@langholtsskoli.is

Jóhanna Björk

Jóhanna er límið í hópnum. ,,Alltaf mætt, alltaf klár" er hennar mottó. Það eru forréttindi fyrir okkur að hafa Jóhönnu. Reynslumikill kennari sem er meira að segja með meistaragráðu í mannauðsstjórnun í þokkabót!

Twitter: @torleifurorn

Netfang: tobbi@langholtsskoli.is

Þorleifur Örn

Tobbi er sá forvitni í hópnum. Sennilega enginn sem er með víðara áhugasvið. Þarftu að vita eitthvað um stjórnmál, kort, jarðfræði, frisbígolf og fleira? Spurðu þá Tobba. Ef ef ekki þá leggst hann í viku rannsóknarvinnu og kynnir sér efnið!

Twitter: @bjorgvinivar

Netfang: bjorgvinivar@langholtsskoli.is

Björgvin Ívar

Björgvin Ívar er sá elsti og reynslumesti í teyminu. Maðurinn er með afrísk tákn sem táknar kennara flúrað á framhandlegginn á sér. Undirstrikar það þá ástríðu sem maðurinn hefur fyrir kennslufræði. Upplýsingatækni og íslenska eru hans sérsvið en hann hefur samt í grunninn mest gaman af veðurfræði.

Twitter: @dogglara

Netfang: dogglara@langholtsskoli.is

Dögg Lára

Dögg Lára er náttúrugreinaséníið í hópnum og er einn af hugmyndasmiðum Vísindavöku. Hjálpsemi er hennar slagorð og hún er kona sem gengur í verkin...sérstaklega ef það er nammi á boðstólum!

Twitter: @kaffifikn

Netfang: odduringi@langholtsskoli.is

Oddur Ingi

Oddur Ingi er yngsti meðlimur teymisins. Hann er forfallinn kaffifíkill og talar í stikkorðum. Annar umsjónarmanna hlaðvarpsins Ormstungur sem ætlað er að styðja við lestur Íslendingasagnanna. Þú finnur Odd í 110, Árbæ. Líklegast í Skalla eða úti að labba með franska bolabítinn Django.

Netfang: elisabets@langholtsskoli.is

Elísabet

Lísa er mannfræðingur og með framhaldskólakennararéttindi í samfélagsfræðigreinum. Þú finnur Lísu á helstu kaffihúsum, sennilega að ræða umhverfismál og mismunandi eiginleika morgunkorna.