Um smiðju

Smiðjan í skapandi skólastarfi er heiti á þróunarverkefni við unglingadeild Langholtsskóla og snýr að vinnulagi þar sem samþættar eru nokkrar námsgreinar; íslenska, náttúrufræði og samfélagsgreinar auk viðfangsefna sem falla undir upplýsingatækni og stafræna miðlun. Þróunarverkefnið byrjaði árið 2017 og snýst um nýstárleg vinnubrögð af hálfu nemenda og kennara auk samspils upplýsingatækni og kennslufræðilegra hugmynda í námi, hugmynda á borð við verkefnamiðað nám, þemanám, þrautalausnanám, hönnunarmiðað nám og samvinnunám.