Samverur

Hægt er að sjá texta, upptökur og jafnvel nótur undir flipanum Námsefni


1. samvera - 5.október kl. 10:15-11:00 á Rútstúni

Fyrsta samveran hófst á samsöng á Rútstúni. Við sungum Við erum dropar, Kópavogslagið, Góðan daginn kæru vinir, góðan dag (Vorum með bluetooth hátalara og undirleik).


Að því loknu var börnunum skipt í þrjá hópa (grunnskóla- og leikskólabörn í hverjum hóp), við dreifðum okkur um túnið. Börnin fóru 10 mínútur á hverja stöð.


Hjá Þóru - Í rigningu ég syng

Birte - Ná í skottið

Álfheiður - Kroppaklapp + Gaman saman í allskonar veðri


Í lokin söfnuðumst við öll aftur saman og sungum aftur Góðan daginn kæru vinir, góðan dag.



2. samvera -12.nóvember 10:15-11:00 á Rútstúni

(féll niður vegna samkomutakmarkana)

Þennan dag var verið að halda upp á Baráttudag gegn einelti. Börnin hefðu öll átt að vera saman á Rútstúni fyrr um daginn að syngja vináttulög. Við ætluðum svo að hittast aftur á Rútstúni eftir hádegi. Ákveðið var að syngja lítið í þetta sinn (enda börnin nýbúin í brekkusöng) en fara í samvinnuleiki og tónlistartengda leiki þar sem börn af ólíkum skólastigum væru saman í hóp.

Við ætluðum að:

Syngja saman Kópavogslagið, Góðan daginn kæri vinur góðan dag, upphafserindið + viðlag í Kársneskrakkar..


Að því loknu átti að skipta börnunum upp í 3 hópa (ekki sömu og síðast) og fara í stöðvarvinnu, um 15 mínútur á hverri stöð. Á hverri stöð átti að fara í leik.


Leikur 1: Kóngulóarleikur.

Leikur 2: Hægri hönd og vinstri hönd. Para saman leikskólabörn og grunnskólabörn.

Leikur 3: Nafnaleikur. Senda klappið. Hver stjórnar hreyfingunni?


Syngja saman að lokum Hreyfa litla fingur


Á milli 2. og 3.samveru

bjuggu öll börnin til sitt eigið erindi við vinalag verkefnisins, Kársneskrakkar og æfðu það vel. Sjá undir flipanum "Kársneskrakkar - Vinalag verkefnisins".


Á milli nóvember og mars langaði okkur tónlistarkennarana að koma í heimsókn í skólana, þ.e. að Þóra og Álfheiður heimsæktu leikskólann Urðarhól og Birte heimsækti Kársnesskóla. Vegna Covidsmita og samkomutakmarkana var það því miður ekki hægt.


Einnig féll niður jólamorgunsöngur (úti). Planið var að hittast snemma um morgun í desember, mögulega með kakó og piparkökum. Ef það hefði verið snjór úti þá hefðum við viljað vinna að einhverjum verkefnum tengdum snjó, t.d. búa saman til nokkra snjókarla. Æskilegur staður hefði verið Ævintýraskógurinn, útikennslusvæði á Kársnesinu sem bæði Urðarhóll og Kársnesskóli nota.








3. samvera - 8.mars 10:15-11:00 í Kársnesskóla

Stefnan var að vera á Rútstúni en vegna veðurs var samveran færð inn í Kársnesskóla. Í upphafi og lok samveru var sameiginlegur söngur. Kópavogslagið, Góðan daginn kæru vinir góðan dag, Vinir.

Svo var börnunum þrískipt (leikskóla- og grunnskólabörn í hverjum hóp) og þau fóru á 3 stöðvar. Hjá Þóru sungum við Margt þarf að gera á morgnana og Höfuð herðar hné og tær

Hjá Álfheiði dönsuðum við Sjö þrepa dansinn og sungum Upp er runninn öskudagur (samveran var á sprengidag)

Hjá Birte sungum við Ruggutönn og dönsuðum Disco Pogo.


Enduðum á sameiginlegum söng. Þar var Vinalagið Kársneskrakkar frumflutt og að lokum sungum við Við erum dropar.


Birte heimsækir 1.bekk Kársnesskóla 25.apríl

Birte kom og heimsótti nemendur í 1.bekk (ásamt Álfheiði og Þóru). Áherslan var á tónlist og dans tengd Vináttuverkefni Barnaheilla en það er forvarnarverkefni gegn einelti sem bæði Urðarhóll og Kársnesskóli taka þátt í. Börnin lærðu dansa við lögin Marflóin Milla og Við erum vinir (Fallhlífardansinn).


4. samvera - 26.apríl 10:15-11:00 á Urðarhóli

Heimsókn á Urðarhól. 1.bekkur labbaði niður á Urðarhól, við löbbuðum á túnið við hliðina á leikskólanum (bak við gamla kvennafangelsið), sungum þar og dönsuðum - unnum markvisst með samvinnu og vináttu í söngnum. Að því loknu gerðum við vinahalarófu inni á leikskólalóð Urðarhóls og síðan var þar frjáls leikur.

Sjö þrepa dans, Fallhlífardans, Marflóin Milla, Verum kát og klöppum saman,






Þóra og Álfheiður heimsóttu elstu börnin á Urðarhól 3.maí

Þóra og Álfheiður heimsóttu Urðarhól, sungu og dönsuðu með börnunum þar. M.a. sungum við: Við erum dropar, Kópavogslagið Sol, sol sol fallera, Í rigningu ég syng, Kársneskrakkar (upphafserindi), Draumar geta ræst, Göngum í skólann, Takk fyrir dag söng, Í lokin hlustuðum við á Morning mood eftir Grieg - börnin lögðust í grúfu á gólfinu, tónlistarkennarar gengu um, snertu bak barnanna og þá fóru þau í röð.


5.samvera - 19.maí í Kársnesskóla

Í þetta sinn voru fleiri börn en bara elstu börnin á Urðarhóli og 1.bekkur Kársnesskóla. Með okkur voru einnig elstu börnin frá öðrum leikskólum í hverfinu, þ.e. allir verðandi 1.bekkingar komu í heimsókn í Kársnesskóla. Við kenndum þeim viðlagið úr Kársneskrakkalaginu okkur. Einnig sungum við og dönsuðum saman. Lög sem voru sungin voru: Kópavogslagið, Við erum dropar, Kársneskrakkar, Margt þarf að gera á morgnana, Höfuð herðar hné og tær, Göngum í skólann. Í leikskóla/grunnskóla er gaman (breyttum orðinu leikskól í Grunnskóla), Velkomin í Kársnesskóla. Dans: Hot potato, Baby shark, Þriggja tíma brúðkaup (lag Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur 2022).