Námsefni

Námsefni í stafrófsröð

Smellið á tenglana til þess að skoða nánar.


Baby Shark

Disco Pogo - Smellið til að sjá lýsingu á Börn og tónlist.

Draumar geta ræst

Gosadansinn - Smellið til að sjá lýsingu á Börn og tónlist.

Góðan daginn kæru vinir góðan dag - undirspil

Góðan daginn kæru vinir, góðan dag.

Góðan daginn kæru vinir, góðan dag.

Góðan daginn allir saman, hér við skulum hafa gaman.

Góðan daginn kæru vinir, góðan dag.

Göngum í skólann - lagboði: Göngum upp í gilið

Göngum göngum göngum öll í skólann,

það er hollt og skemmtilegt.

Ef allir ganga samferða í skólann

það gleði vekur og eftirtekt.

Hér á ég heima - undirspil

Hot potato dans

Hreyfa litla fingur

Hægri hönd og vinstri hönd Í la la kaflanum dansa börnin frjálst og finna sér nýjan félaga áður en lagið byrjar aftur.

Höfuð herðar hné og tær**

Í rigningu ég syng - Við ræðum líka um veðrið og hvernig veður er úti. Breytum svo orðinu rigning í sólinni/rokinu/snjókomu/storminum o.s.frv.

Í rigningu ég syng,

í rigningu ég syng,

það er stórkostlegt veður,

mér líður svo vel.


Hendur fram

puttann upp,

armar að,

beygja hnén,

bringan fram,

rassinn út,

hakan fram,

tungan út,

fótinn upp,

Marflóin Milla - Við stöndum í hring með langa teygju í kring og klöppum takt með höndum og á læri til skiptis. Skiptum svo um pláss í hringnum án þess að missa teygjuna niður.

Margt þarf að gera á morgnana***

Náðu' í skottið - Smellið til að sjá lýsinguna á Börn og tónlist.

Ruggutönn - Smellið til að skoða síðu um lagið á Börn og tónlist.

Sol, sol, sol fallera

Sjöþrepadansinn* - upptaka

Upp er runninn öskudagur - lagboði: Nú er úti norðanvindur

Upp er runninn öskudagur

ákaflega skýr og fagur

einn með poka ekki ragur

úti vappar heims um ból

góðan daginn - gleðileg jól.

:,: Umbarassa, umbarassa, umbarassassa :,:

Velkomin í Kársnesskóla

Við erum dropar - Smellið til að skoða síðu um lagið á Börn og tónlist.

Við erum vinir - Bangsinn Blær liggur á "trampolíni" (fallhlíf) sem börnin halda á milli sín og snúa eins og hringekju. Í viðlaginu lyfta þau Blæ varlega upp og niður á trampólíninu og í lok lagsins er hann tilbúinn til að hoppa og skoppa.

Vinir

Þriggja tíma brúðkaup - danskennsla (spóla á 22:30), lagið sjálft



Leikir

Hver stjórnar hreyfingunni?

Öll börn sitja á gólfinu í hring. Fyrst stjórnar kennari hreyfingu hópsins (allir slá á læri/klappa/klóra sér í hárinu - ekki má standa upp - hver hreyfing er ca 10 sinnum). Svo er eitt barn valið sem leitari (barn 1). Annað barn er valið og fær að stjórna hreyfingunni (barn 2). Barn 1 sest að því loknu inn í hringinn og reynir að finna barnið sem stjórnar. Þegar barnið er fundið fer annað barn frá og verður leitari og valinn er nýr stjórnandi.


Köngulóarleikur - Fjögur börn í hóp krækja höndum saman í hring, með bökin inn í hringinn. Þau eru þá með átta fætur eins og könguló og þurfa að ganga eins og kónguló. Hægt að vera með fjölmenningarlega tónlist til að hreyfa sig eftir eða hljóðfæri, takt eða hvað sem kennaranum kemur í hug. Markmiðið að komast frá stað A til B með því að samhæfa hreyfingar og vinna saman.


Nafnaleikur - Börnin standa í hring. Eitt barn stígur inn í hringinn og segir: Ég heiti x x. Hinir svara: Góðan daginn x x. Þegar búið er að fara einn hring þá er farið annað hring nema þá bæta nemendur inn stuttri hreyfingu með nafninu sínu. Dæmi: Ég heiti x x (sný mér í hring/hoppa þegar ég segi x x - ATH. Hreyfingin má ekki taka lengri tíma en það tekur að segja nafnið). Börnin svara: Góðan daginn x x og endurtaka hreyfinguna barnsins á meðan þau segja nafnið.


Senda klappið - Öll börn standa í hring, svo er klapp sent af stað og það gengur hringinn. Nemendur reyna að halda jöfnum hraða. Svo er hægt að fara öfugan hring/gera hraðar/senda af stað tvær hreyfingar í einu.



* Úr námsefninu Hring eftir Hring eftir Elfu Lilju Gísladóttur.

** Úr námsefninu Það var lagið eftir Kristínu Valsdóttur, Elfu Lilju Gísladóttur, Helgu Loftsdóttur og Lindu Margréti Sigfúsdóttur.

*** Úr námsefninu Söngvasafn 1 - tekið saman af Pétri Hafþór Jónssyni fyrir Menntamálastofnun. Guðmundur Guðbrandsson þýddi textann lauslega.