Vinátta í tónum og leikjum


Samvinnuverkefni milli skólastiga

veturinn 2021-2022

Þróunarverkefni tónlistarkennara í Kársnesskóla og á Urðarhóli


Vinátta í tónum og leikjum er samvinnuverkefni milli elstu barna á Heilsuleikskólanum Urðarhóli og nemenda í 1. bekk Kársnesskóla. Tilgangur verkefnisins er að skapa samfellu milli leikskólans og grunnskólans. Reglulega yfir veturinn eiga börnin sameiginlegar upplifanir (samverur) bæði inni og úti þar sem leikir, tónlist, hreyfing og dans eru ráðandi.



Tónlistarkennarar á Urðarhóli og Kársnesskóla eru umsjónarkonur verkefnisins. Þær heita Álfheiður Björgvinsdóttir, Birte Harksen og Þóra Marteinsdóttir.