Kársneskrakkar - vinalag verkefnisins

Börnin sömdu texta fyrir vinalag

Kennarar völdu lagboða (Dýrin út í Afríku) og sömdu upphafs- og lokaerindi ásamt viðlagi sem öll börnin lærðu. Þegar börnin voru búin að læra viðlagið þá fengu þau öll að semja sitt eigið erindi í lagið. Í sameiginlegum söng þá sungu öll börn upphafs- og lokaerindið. Einnig sungu öll börn viðlagið. Inn á milli söng hver hópur þann hluta lagsins sem hann hafði samið.


Allir saman:

Kársneskrakkar kátir núna koma hérna saman

Þau leika, syngja, dansa, hoppa’ og hafa af því gaman

(læri læri klapp klapp klapp)

Hí og hí og ha ha ha

(læri læri klapp klapp klapp)

Hí og hí og ha ha ha

(læri klapp læri klapp læri klapp læri klapp)

Nú Kársneskrakkar hittast hér og hafa af því gaman.


1.bekkur Kársnesskóli - guli hópur

Þau lesa, teikna, leika sér og eru góðir vinir.

Leika úti’ og inni í fótbolta og spili.

Hí og hí og hahaha...


Urðarhóll - Skýjahóll

Renna sér á rassaþotu’, á Rútstúni er gaman

Rúlla sér í brekkunni og leika alltaf saman.

Hí og hí og hahaha...


1.bekkur Kársnesskóli - rauði hópur

Á Kársnesinu vilja allir krakkar vera vinir

og hafa gaman, við leikum okkur alla daga.

Hí og hí og hahaha...


Urðarhóll - Sjávarhóll

Geimfari og ballerína trúður og hjúkrunarmaður

Lögfræðingur, sprautukona, kennari og uppfinningamaður

Hí og hí og hahaha...

Urðarhóll - Sjávarhóll framhald

Vinir knúsast, vinir hjálpa ef að maður dettur

Syngja, lesa, gera snjókarl, renna sér á sleða

Hí og hí og hahaha...


1.bekkur Kársnesskóli - græni hópur

Kársneskrakkar leika sér alltaf alla daga

og meiða engan, allir mega leika sér saman.

Hí og hí og hahaha...


Allir saman:

Kársneskrakkar kátir núna koma hérna saman

Þau leika, syngja, dansa, hoppa’ og hafa af því gaman

Hí og hí og hahaha...