Í þemavikunni flakka nemendur á miðstigi á milli tólf stöðva. Á stöðvunum er verið að búa til bókamerki, borðspil og Hogwarts lestina. Einnig er verið að skapa tónlist með gervigreind á einni stöð. Allt tengist þetta Harry Potter á einhvern hátt þar sem það er þemað í ár. Hér fyrir neðan eru viðtal við krakka á miðstigi.
5. bekkur
Bára Dís 5 Bekkur.
Hvaða verkefni ertu búin að gera?
Föndra Harry Potter.
Hvaða verkefni finnst þér vera búið að vera skemmtilegast?
Ég er bara búin að fara í eitt verkefni.
Hvað finnst þér um þemað?
Ekki skemmtilegt.
Ef þú mættir velja þema hvaða þema myndir þú velja?
Ég myndi velja íþróttir.
Hvað er uppáhálds maturinn þinn?
Það er pizza.
Haddý Sif 5 Bekkur.
Hvaða verkefni ertu búin að gera?
Harry Potter litaverkefni.
Hvað finnst þér um þemað?
Bara skemmtilegt.
Ef þú mættir velja þema hvaða þema myndir þú velja?
Fimleikaþema.
Hvað er uppáhálds maturinn þinn?
Sushi.
Argrímur 5 Bekkur
Hvaða verkefni ertu búin að gera?
Tónlist og búa til bókamerki.
Hvað finnst þér um þemað?
Ekki gaman.
Hæ hvað heitir þú?
Hæ, ég heiti Móeiður.
Hvaða bekk ertu í ?
Ég er í fimmta bekk.
Hvaða verkefni ertu búin að gera?
Bara allskonar.
Hvaða verkefni er búið að vera skemmtilegast?
Hjá Sædísi.
Hvað finnst þér um þemað?
Bara mjög gott, mér finnst þetta mjög góð hugmynd.
Hvaða þema myndir þú velja ef þú gætir?
Ég myndi velja Harry Potter, mér finnst það vera mjög góð hugmynd.
Hvað er uppáhalds maturinn þinn?
Mér finnst hamborgar mjög góðir.
Hvernig finnst þér þetta Harry Potter þema búið að vera?
Mér finnst það bara vera búið að vera mjög gaman í þessu verkefni.
Hæ hvað heitir þú?
Hæ, ég heiti Elísabet.
Hvaða bekk ertu í ?
Ég er í fimmta bekk.
Hvaða verkefni ertu búin að vera að gera?
Ég er búinn að vera gera einhver bréf.
Hvaða verkefni finnst þér búið að vera skemmtilegast?
Mér finnst uglu kortið vera búið að vera skemmtilegast.
Hvað finnst þér um þemað?
Mér finnst það bara vera mjög gott og skemmtilegt.
Ef þú myndir mega velja hvaða þema væri hvaða þema myndir þú velja?
Ég veit það ekki alveg.
Hver er uppáhalds Harry Potter persónan ykkar?
Athena: Hermione
Fanndís: Harry Potter
Hvaða Hogwarts húsi væru þið í?
Athena: Gryffindor
Fanndís: Gryffindor
Hver er uppáhalds kennarinn ykkar?
Athena: Ég myndi segja Unnur
Fanndís: Ragna
Hver er uppáhalds maturinn ykkar?
Athena: Minn er bara grjónagrautur
Fanndís: Grjónagrautur
Hver er uppáhalds Harry Potter persónan ykkar?
Penelope: Ron
Katrín: Voldemort
Alisa: Harry Potter
Hvaða Hogwarts heimavist væru þið í?
Penelope: Ravenclaw
Katrín: Slytherin
Alisa: Ég man ekki
Hver er uppáhalds kennarinn ykkar í Skarðshlíðarskóla?
Penelope: Mmmm, bara ég veit ekki, Ragna bara út af því ég er með hana núna
Katrín: Svanhildur Díana
Alisa: Unnur
Hver er uppáhalds maturinn ykkar?
Alisa: Hakk og spaghetti
Katrín: Grjónagrautur eða pizza
Penelope: Umm, bara líka hakk og spaghetti
6. bekkur
Hæ, hvað heitir þú og hvaða bekk ertu í?
Ég heiti Andri og ég er í 6 bekk.
Hernig finnst þetta Harry Potter þema búið að vera?
Bara ágætt
Hvernig verkefni ert þú búin að gera?
Harry Potter hefti.
Ef þú mættir velja þema hvaða þema myndir þú velja?
Fótbolta.
Hæ, hvað heitið þið og hvaða bekk eru þið í?
Ég heiti Natan og ég er i sjötta bekk, og ég heiti Brynjólfur og ég er í sjötta bekk.
Okei hvaða verkefni eru þið að gera?Harry Potter.
Ef þið gætuð valið þema hvaða þema mynduð þið velja?
Mmmmm ekkert, jú víst þið þurfið að velja, okei fótbolta þema.
Okei, hvað er uppáhalds maturinn ykkar?
Pítsa, fried chicken.
Hæ hvað heitirðu og hvaða bekk ertu?
Ég heiti Arnar og ég er i 7 bekk.
Hvernig finnst þér um þemavikuna?
Mér finnst hún ekki skemmtileg.
Hvað finnst þér um Harry Potter þemað?
Ekki skemmtilegt.
Hæ hvað heitir þú?
Ég heiti Andrea.
Hvaða bekk ertu í?
Ég er í 6. bekk.
Hvaða verkefni ertu búinn að gera? Ég er búinn að gera allskonar.
Hvaða verkefni finnst þér vera skemmtilegast?
Örugglega að mála.
Hvað finnst þér um þemað?
Mér finnst það ekki vera mjög skemmtilegt.
Ef þú mættir velja þema hvað myndir þú velja?
Ég myndi velja Mean girls.
Hvað er uppáhalds maturinn þinn?
Ég veit ekki alveg.
Hvað heiti þið og hvaða bekk eru þið í?
Ég heiti Óli Freyr og ég er í 6.bekk, ég heiti Þór Kristinn og ég er líka í 6.bekk, Ólíver Emil og ég er í 6.bekk
Hver er uppáhalds Harry Potter karakterinn ykkar?
Þór: Harry Potter myndi ég segja
Óli: Voldemort
Ólíver: Harry Potter
Hvaða hogwarts heimavist væru þið í?
Þór: Slytherin held ég.
Óli: Gryffindoor
Ólíver: Gryffindoor
Hver er uppáhalds kennarinn ykkar?
Þór: Pétur
Óli: Pétur
Ólíver: Pétur
En uppáhalds maturinn ykkar?
Þór: Pítsa
Óli: Enchilada
Ólíver: Pítsa
Hæ, hvað heitir þú?
Fabían
Hvaða bekk ertu í?
Ég er í sjötta.
Hvað ertu búinn að vera gera?
Ég er búinn að vera gera allskonar drykki.
Hvað er búið að vera skemmtilegast?
Að gera lag í tónlistar stofunni
Hvaða þema myndir þú velja?
Fljúga
7. bekkur
Hvað finnst þér um að það sé Harry Potter þema?
Mér finnst það bara fínt.
Ef þú gætir valið þemu hvaða þemu myndir þú velja?
Lion King.
Hæ, hvað heitið þið og hvaða bekk eruð þið í?
Inga og Jasmin og við erum í 7 bekk.
Hvað finnst ykkur um Harry Potter þemað?
Hún er bara fín.
Ef þið hefðuð getað valið þemað fyrir þemavikuna hvaða þema mynduð þið velja?
Bara veit ekki.
Hæ, hvað heitir þú og hvaða bekk ertu í?
Magnús og i 7 bekk.
Hvaða verkefni ertu búinn að vinna?
Ég veit ekki bara eithvað
Ef þú gætir valið þema hvaða þema myndir þú velja?
Örugglega fótboltaþema.
Emil 7 bekkur.
Hvaða verkefni ertu búin að gera?
Harry Potter verkefni.
Hvað finnst þér um þemað?
Mér finnst Harry Potter mjög leiðinlegt.
Ef þú mættir velja þema hvaða þema myndir þú velja?
Fótboltaþema.
Hvað er uppáhaldssmaturinn þinn?
Hamborgarhryggur.
Takk fyrir okkur.
Guðmundur 7 bekkur.
Hvaða verkefni ertu búin að gera?
Borðspil.
Hvað finnst þér um þemað?
Ekki vel.
Líkar þér ekki Harry Potter?
Nei.
Ef þú mættir velja þema hvaða þema myndir þú velja?
Skibidi toilet.
Hvað er uppáhalds maturinn þinn?
Pizza.
Hvaða verkefni ertu búin að gera?
Teikna Harry Potter persónur og hengja þær á vegginn.
Hvaða verkefni finnst þér búið að vera skemmtilegast?
Að teikna Harry Potter persónur í fimmta bekkjar stofunni.
Hvað finnst þér um þemað?
Mjög gott þema og ég elska að horfa á það.
Ef þú mættir velja þema hvaða þema myndir þú velja?
Svona 80´s.
Hvað er uppáhalds maturinn þinn?
Jólamatur.
HHver er uppáhalds Harry Potter karakterinn ykkar.
Svana: Hermoine
Bríana: örugglega bara Luna
Heiða: Ron
Hvaða Hogwarts heimavist væru þið í?
Svana: ég veit það ekki.
Bríana: Örugglega þarna rawenclaw
Heiða: Örugglega gryffindoor eða eitthvað
Hver er uppáhalds kennarinn ykkar?
Svana: Fanný
Bríana: Jón
Heiða: Fanný og Jón
Hvað er uppáhalds maturinn ykkar?
Svana: ég veit ekki, mikið
Bríana: Pasta
Heiða: Pasta
Hvaða verkefni ertu búin að gera?
Núna erum við að gera borðspil.
Hvaða verkefni finnst þér búið að vera skemmtilegast?
Stöð 6.
Hvað finnst þér um þemað?
Það er mjög skemmtilegt.
Ef þú mættir velja þema hvaða þema myndir þú velja?
Star Wars.
Hvað er uppáhalds maturinn þinn?
Pizza.