Ástundun

Viðmiðunar- og vinnureglur vegna ástundunar

Markmið

Umhyggja og aðhald haft að leiðarljósi fyrir velferð nemenda.


Um ástundun í skólareglum

Í skólareglum kemur fram að við erum stundvís og mætum með viðeigandi gögn í skólann.

Leyfi og veikindi á að tilkynna eins fljótt og unnt er til ritara. Leyfi í tvo daga skal sækja um til umsjónarkennara eða skólaritara en lengri leyfi skal sækja um skriflega til skólastjórnenda (eyðublað er hægt að nálgast á heimasíðu skólans).

Hlutverk nemenda er m.a.:

að koma vel undirbúnir til starfa,

að sýna tillitssemi og umburðarlyndi,

að vera ábyrgir gagnvart eigin námi,

að láta vita ef illa gengur eða ef vanlíðan gerir vart við sig.


Mæta of seint í tíma

Komi nemandi í kennslustund eftir að kennari hefur kannað mætingu fær hann seint.

(4 s) Umsjónarkennari ræðir við nemanda og foreldra.

(8 s) Umsjónarkennari sendir foreldrum bréf og gerir þeim grein fyrir stöðu mála.

(12 s) Deildarstjóri/aðstoðarskólastjóri sendir foreldrum bréf og gerir þeim grein fyrir stöðu mála og boðar þá á fund skólastjórnenda. Málið tilkynnt til lausnaleitarteymis sem fjallar um málið og virkjar stoðkerfi skólans.

(16 s) Málið færist á forræði skólastjóra sem bregst við miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir.


Veikindi/leyfi

Sé nemandi fjarverandi vegna veikinda eða leyfa í fimm daga á þriggja mánaða tímabili hefur umsjónarkennari samband við foreldra og leitar skýringa. Ef veikinda-/leyfisdögum heldur áfram að fjölga vinnur umsjónarkennari málið í samstarfi við skólastjórnanda, aflar upplýsinga og tekur ákvörðun um næstu skref.


Fjarvistir/skróp

Fyrir óheimila fjarvist fær nemandi merkta fjarvist. Óheimil fjarvist telst ef nemandi mætir eftir að tími er hálfnaður eða mætir ekki, án leyfis.

Mæti nemandi ekki í tíma skal viðkomandi kennari leita skýringa á því og upplýsa foreldra.