Sé nemandi fjarverandi vegna veikinda eða leyfa í fimm daga á þriggja mánaða tímabili hefur umsjónarkennari samband við foreldra og leitar skýringa. Ef veikinda-/leyfisdögum heldur áfram að fjölga vinnur umsjónarkennari málið í samstarfi við skólastjórnanda, aflar upplýsinga og tekur ákvörðun um næstu skref.