Viðbrögð vegna frávika

Viðbrögð vegna frávika í mætingum


Fjarvistarstig

Nemendur fá fjarvistarstig fyrir að koma of seint (1) og óheimila fjarvist (2).

Umsjónarkennarar senda upplýsingar um ástundun til foreldra í lok hvers mánaðar. Kennarar skulu halda skrá yfir samskipti við forráðamenn eða halda fundi vegna ástundunar. (Ath. eyðublað v/skráningar funda með undirskrift forráðamanns og GSNB.)

Ef fjöldi punkta vegna seinkomu eða fjarvista fer yfir ákveðinn fjölda er gripið til eftirfarandi aðgerða:

5 fjarvistarstig: Umsjónarkennari ræðir við nemanda og forráðamann. Leitað er leiða til úrbóta.

10 fjarvistarstig: Umsjónarkennari fundar með nemanda, forráðamanni og aðstoðarskólastjóra/deildarstjóra þar sem leitað er leiða til að bæta ástandið.

20 fjarvistarstig: Umsjónarkennari fundar með nemanda og forráðamanni hans þar sem leitað er leiða til að bæta ástandið. Aðstoðarskólastjóri/deildarstjóri mætir á fundinn ásamt fulltrúa barnaverndar.

30 fjarvistarstig: Máli nemandans vísað til lausnaleitarteymis og áfram til FSSF (Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga). Eftir að máli hefur verið vísað til FSSF skal umsjónarkennari fylgjast með mætingum og senda starfsmanni FSSF vikulega yfirlit yfir mætingarnar.