Sunnudagur 20. febrúar kl. 13-15.00
Leiðbeinendur eru sviðshöfundarnir Andrea Elín Vilhjálmsdóttir og Lóa Björk Björnsdóttir. Best er að mæta í pörum eða hópum þar sem blandast saman börn og fullorðnir svo allir hafi góðan ritara.
Listrænn stjórnandi plöntuleikhússins er Lóa Björk Björnsdóttir.
Það kostar ekkert að taka þátt í smiðjunni en vegna sóttvarna er aðeins pláss fyrir 25 þátttakendur. Skráning fer fram hér
Sunnudaginn 20. febrúar kl. 14-15.00
Umsjón hefur Jóhanna Guðrún Árnadóttir, verkefnisstjóri
Gestir eru hvattir til að kíkja inn í önnur hús á safninu og sérstaklega að skoða sýninguna Karólína vefari á neðri hæð Kornhússins. Sýningin fjallar um Karólínu Guðmundsdóttur sem vann geysifallegt handverk úr íslenskri ull á síðustu öld en verk hennar prýddu óteljandi heimili og stofnanir.
Dagana 17.-20. febrúar kl. 13-17.00
KÍKT Í KOFFORTIÐ er léttur leiðangur um munageymsluna Koffortið þar sem leitað er að gripum og fræðst um þá um leið.
Þá er forvitnilegt að kíkja inn í safnhúsin sem hver hafa sína sögu að segja.
KOMDU AÐ LEIKA er leikafangasýning þar sem börn mega handfjatla og leika sér með alls konar leikföng frá ýmsum tímum.
Á Ljósmyndasafninu er boðið upp á skemmtilega myndaþraut um sýninguna Augnablik af handahófi. Á sýningunni er ljósmyndum og textum teflt saman og ungir sem aldnir geta leikið sér að því að finna texta sem þeim finnst passa við myndirnar. Myndaþrautin gengur út á samveru og samvinnu fjölskyldunnar um leið og sýningin er skoðuð. Lítil verðlaun í boði fyrir þá sem taka þátt.
Ókeypis aðgangur fyrir fullorðna í fylgd með börnum.