Getur fjölskyldan komist heil á húfi út úr Hogwart-skóla?
Félagsmiðstöðin Fókus gerði þetta flóttaherbergi og reynir nú á
alla fjölskylduna að komast út úr því.
Sögur eru samstarfsverkefni margra stofnana sem allar vinna að því að efla barnamenningu og sköpun. Skorað er á 6-12 ára krakka að taka þátt í verkefninu og senda inn sögurnar sínar á því formi sem þau kjósa. Smásögur, lag og texti, stuttmyndahandrit eða leikrit. Valdar sögur verða gefnar út á bók, sýndar sem stuttmyndir í sjónvarpi, leikriti á sviði eða lagi fluttu af listafólki í beinni útsendingu.
Kynntu þér himingeiminn. Á Stjörnufræðivefnum er mikill fróðleikur fyrir unga sem aldna, m.a. stjörnukort sem hægt er að styðjast við þegar stjörnubjart er á kvöldin og horft er til himins.
Upptökur af hæfileikakeppninni Skrekk frá árinu 2021. Tilvalið tækifæri til að sjá uppáhaldsatriðin.
Á vef Frístundalæsis má fræðast um alls slags læsi; félagslæsi, menningarlæsi, miðlalæsi og fleira. Undir hverrjum læsisflokki er listi yfir smáforrit sem skýra og efla læsi í þeim flokki, meðal annars Puppetpals, Box island og Stop motion