Megintilgangur náms og kennslu í lykilhæfni er að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda, búa þau undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og að þeir öðlist getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur. Lykilhæfni snýr að nemandanum sjálfum, er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans og tengist öllum námssviðum. Góð lykilhæfni gerir einstaklingum kleift að læra við ólíkar aðstæður, takast á við breytingar, vinna í samfélagi með öðru fólki og bregðast við á þann hátt sem hentar þeim sjálfum til uppbyggingar og farsæls lífs. Lykilhæfni er hæfni fyrir borgara framtíðarinnar, einstaklinga sem þurfa að vera tilbúnir að læra allt lífið (Gunnar E. Finnbogason, 2016).
Hugtök:
notað einföld hugtök í náttúruvísindum við athuganir og í umræðu,
Læsi á gögn og náttúruvísindatexta:
lesið einfaldan náttúruvísindatexta og endursagt helstu atriði með eigin orðum, skoðað einfaldar myndir og sagt frá efninu,
Athuganir:
framkvæmt einfaldar athuganir og skráð mælingar á hversdagslegum hlutum samkvæmt leiðbeiningum,
Miðlun:
kynnt niðurstöður einfaldra athugana og tekið þátt í umræðu um efnið,
Vísindaleg vinnubrögð:
sett fram spurningar, leitað svara um náttúruleg fyrirbæri og útskýrt valið viðfangsefni,
Eðli vísindalegrar þekkingar:
rætt hvort tiltekið atriði í samræðu eða texta sé staðreynd eða skoðun í tengslum við náttúruvísindi,
Tengsl vísinda, tækni og menningar:
útskýrt hvernig ákveðin tæki og búnaður geta hjálpað manninum að afla upplýsinga og hafa áhrif á heiminn.
Hringrásir efna og orku:
nefnt dæmi um samspil lífvera og lífvana þátta,
Vistkerfi:
skoðað og kannað helstu vistkerfi í nærumhverfi sínu,
Líffræðileg fjölbreytni:
gert sér grein fyrir fjölbreytni innan tegunda og milli tegunda,
Náttúruvernd:
sagt frá og áttað sig á náttúruvernd í nærumhverfi sínu,
Veðurfar:
gert sér grein fyrir nokkrum einkennum veðurfars í nærumhverfi,
Loftslagsbreytingar:
fjallað um hvaða hlutverki lofthjúpurinn gegnir fyrir líf á jörðinni,
Náttúruauðlindir og sjálfbær nýting:
tekið þátt í umræðu um hvernig maðurinn nýtir náttúruna,
Einstaklingurinn og umhverfið:
gengið vel um umhverfið og átti sig á mikilvægi þess,
Geta til aðgerða:
komið með hugmyndir að aðgerðum sem tengjast náttúruvernd og tekið þátt í verkefnum í nærumhverfi sínu.
Upplifun af náttúrunni:
sagt frá eigin upplifun af lífverum í náttúrulegu umhverfi,
Flokkun og lífsskilyrði lífvera:
rætt um helstu einkenni lífvera og lífsskilyrði þeirra,
Örverur:
gert sér grein fyrir tilvist örvera í umhverfinu sem geta ýmist verið gagnlegar eða skaðlegar,
Frumur:
gert sér grein fyrir að allar lífverur eru gerðar úr frumum,
Þróun:
áttað sig á að lífverur hafa tekið breytingum frá upphafi lífs á jörðu,
Bygging og starfsemi plantna:
lýst ytri byggingu á helstu hlutum plantna,
Bygging og starfsemi sveppa:
lýst ytri byggingu á helstu hlutum sveppa,
Bygging og starfsemi dýra:
lýst helstu einkennum valinna dýra,
Líffæri og líffærakerfi:
lýst byggingu og starfsemi mannslíkamans á einfaldan hátt,
Kynheilbrigði:
tjáð sig á einfaldan hátt um einkastaði líkamans og borið virðingu fyrir þeim,
Heilsa:
rætt mikilvægi hreyfingar, hreinlætis, hollrar fæðu, hvíldar og svefns.
Uppbygging efna:
þekkt og flokkað algeng efni og lýst helstu eiginleikum þeirra,
Varðveisla massa:
með athugun sýnt fram á að efni geta skipt um form og breyst en hverfa ekki,
Lotukerfið:
bent á algengustu frumefni og efnasambönd,
Efnabreytingar og eiginleikar efna:
framkvæmt og útskýrt einfaldar tilraunir um efnabreytingar og hamskipti,
Leysni:
rannsakað leysni algengra efna á heimilinu,
Sýrustig:
þekkt dæmi um hættuleg efni á heimilinu.
Orka:
framkvæmt og fjallað um athuganir sem tengjast algengustu orkuformum í umhverfi sínu,
Nýting orku:
nefnt dæmi um uppruna orku og tekið þátt í umræðu um orkusparnað,
Varmi:
útskýrt muninn á heitu og köldu með einföldum tilraunum,
Rafmagn og segulmagn:
kannað eiginleika segla,
Rafmagn og rafrásir:
sagt frá þróun algengra rafmagnstækja,
Bylgjur:
skoðað hljóð og ljós og lýst einföldum eiginleikum þeirra,
Gagn og skapsemi bylgna:
framkvæmt og fjallað um athuganir á sýnilegum bylgjum,
Kraftar og hreyfing:
framkvæmt og fjallað um athuganir sem tengjast kröftum sem birtast í daglegu lífi,
Massi:
áttað sig á að efni hafa massa og stærð.
Jörðin:
gert grein fyrir ástæðum dægraskipta,
Mótun lands:
nefnt dæmi um hvernig land verður til og mótast,
Hamfarir:
nefnt dæmi um náttúruhamfarir sem búast má við á Íslandi og hvernig viðbrögð við þeim eru skipulögð,
Tunglið:
bent á hvernig tunglið tekur breytingum yfir mánuðinn,
Sólkerfið:
fjallað um helstu hnetti í sólkerfinu,
Alheimurinn:
gert sér grein fyrir að flestar stjörnur á himninum eru sólir í öðrum sólkerfum.